Eignin skiptist í forstofu, rúmgott alrými, hjónasvítu með fataherbergi og sérbaðherbergi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Svalir snúa í norður, vestur og stórar þaksvalir í suður. Tvö bílastæði fylgja íbúðinni.


Glæsihús í Fossvogi
Fyrir á Reynir glæsilegt einbýlishús við Bjarmaland í Fossvogi. Húsið er á sölu og óskar hann eftir tilboði í eignina. Húsið er 289 fermetrar að stærð og byggt árið 1968. Heimilið hefur verið innréttað á glæsilegan máta þar sem klassísk hönnunarhúsgögn og málverk eru í aðalhlutverki.
Allt er til alls í eigninni, má þar nefna líkamræktarherbergi, bíósal og billiad herbergi.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.



Reynir er í sambandi með Margréti Ýr, kennara og stofnanda Hugmyndabankans. Parið byrjaði saman í byrjun árs eftir að hafa verið að hittast um tíma.
Reynir er einn ríkasti maður landsins og meðal annars í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group.
Margrét Ýr heldur uppi miðlinum Hugmyndabankinn þar sem finna má hugmyndir að föndri og leikjum fyrir börn á öllum aldri.
Vísir er í eigu Sýnar.