Segir jafn galið að birta lista yfir tekjur bótaþega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 08:39 Skafti Harðarson, formaður Félags skattgreiðenda. Bítið Formaður Samtaka skattgreiðenda segir útgáfu Tekjublaðsins, sem kom út í gær, byggja á lægstu hvötum mannanna. Hann segir ekkert annað að baki en hnýsni, öfund og samanburðarfræði. „Ég opna það ekki, ég fæ Tekjublaðið sem áskrifandi af Viðskiptablaðinu og græt það á hverju ári að vinir mínir á Viðskiptablaðinu skuli hafa keypt Frjálsa verslun og ekki lagt þetta af. Ég skil hins vegar tekjusjónarmið þeirra út af þessu blaði,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tekjublaðið er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Tekjurnar eru reiknaðar út frá sköttum fólks og þurfa ekki að endurspegla það sem fram kemur á launaseðlum, enda getur fólk haft aðrar tekjur en þær. Skafti segist telja birtingu þessara upplýsinga brot á Persónuverndarlögum. „Við afhendum yfirvöldum upplýsingar um tekjur okkar lögum samkvæmt og þau taka sig til og birta þetta fyrir almennings sem ég tel að sé alveg jafn mikið trúnaðarmál og útgjöld heimilis míns eða hvað annað sem ég geri,“ segir Skafti. „Ég er algjörlega ennþá kjaftstopp að Persónuvernd hafi ekki á sínum tíma stöðvað þetta mál og opnað á það að þetta megi vera til sýnis á prenti í takmarkaðan tíma og til umfjöllunar í takmarkaðan tíma því auðvitað lifir þetta blað. Þetta er bara svo mikið bull.“ Hnýsni og öfund Hann segir engan geta, með fullri vissu, reiknað út mánaðartekjur annars manns. Því sé útgáfa blaðsins „galið“. „Ég tel þetta jafn galið og það að ég vil auðvitað krefjast þess að við birtum lista yfir tekjur bótaþega á Íslandi. Auðvitað er það fullkomlega galið en hver er munurinn á því að birta skatta fólks, og reikna tekjur þess út frá því, eða fara á hinn endann sem eru þeir sem þiggja skatta umfram það sem þeir hafa í tekjur,“ segir Skafti. „Þarna eru allar tekjur fólks settar saman og þær geta verið sérkennilegar milli ára, tilfallandi. Þú getur verið í þremur störfum. Það segir ekkert til um það að fasta starfið þitt sé að gefa af sér það sem þarna er gefið upp.“ „Útgáfa þessa blaðs byggir á lægstu hvötum okkar mannanna. Þetta er hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Þetta er auðvitað algjörlega verið að hræra í afskaplega ósmekklegum drullupolli.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tekjur Bítið Tengdar fréttir Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Mest lesið BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
„Ég opna það ekki, ég fæ Tekjublaðið sem áskrifandi af Viðskiptablaðinu og græt það á hverju ári að vinir mínir á Viðskiptablaðinu skuli hafa keypt Frjálsa verslun og ekki lagt þetta af. Ég skil hins vegar tekjusjónarmið þeirra út af þessu blaði,“ segir Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tekjublaðið er gefið út árlega og má þar finna lista yfir tekjuhæstu Íslendingana á ýmsum sviðum. Tekjurnar eru reiknaðar út frá sköttum fólks og þurfa ekki að endurspegla það sem fram kemur á launaseðlum, enda getur fólk haft aðrar tekjur en þær. Skafti segist telja birtingu þessara upplýsinga brot á Persónuverndarlögum. „Við afhendum yfirvöldum upplýsingar um tekjur okkar lögum samkvæmt og þau taka sig til og birta þetta fyrir almennings sem ég tel að sé alveg jafn mikið trúnaðarmál og útgjöld heimilis míns eða hvað annað sem ég geri,“ segir Skafti. „Ég er algjörlega ennþá kjaftstopp að Persónuvernd hafi ekki á sínum tíma stöðvað þetta mál og opnað á það að þetta megi vera til sýnis á prenti í takmarkaðan tíma og til umfjöllunar í takmarkaðan tíma því auðvitað lifir þetta blað. Þetta er bara svo mikið bull.“ Hnýsni og öfund Hann segir engan geta, með fullri vissu, reiknað út mánaðartekjur annars manns. Því sé útgáfa blaðsins „galið“. „Ég tel þetta jafn galið og það að ég vil auðvitað krefjast þess að við birtum lista yfir tekjur bótaþega á Íslandi. Auðvitað er það fullkomlega galið en hver er munurinn á því að birta skatta fólks, og reikna tekjur þess út frá því, eða fara á hinn endann sem eru þeir sem þiggja skatta umfram það sem þeir hafa í tekjur,“ segir Skafti. „Þarna eru allar tekjur fólks settar saman og þær geta verið sérkennilegar milli ára, tilfallandi. Þú getur verið í þremur störfum. Það segir ekkert til um það að fasta starfið þitt sé að gefa af sér það sem þarna er gefið upp.“ „Útgáfa þessa blaðs byggir á lægstu hvötum okkar mannanna. Þetta er hnýsni, öfund og samanburðarfræði. Þetta er auðvitað algjörlega verið að hræra í afskaplega ósmekklegum drullupolli.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tekjur Bítið Tengdar fréttir Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27 Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24 Mest lesið BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Nær markmiðinu aftur og var með 108,6 milljónir á mánuði Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, var með 108,6 milljónir króna á mánuði árið 2023 miðað við útsvarsskyldar tekjur. Hann er tekjuhæsti Íslendingurinn í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. 20. ágúst 2024 17:16
Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. 20. ágúst 2024 16:27
Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20. ágúst 2024 16:24