Gúrkan hækkað um þúsund krónur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:49 Hrefna Sætran finnur fyrir vinsældum gúrkunnar hjá áhrifavöldum eins og Sunnevu Einars í innkaupaverðinu á gúrku. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman. Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
„Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman.
Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira