Lýstu sálarkvöl og gráti finnska íþróttafólksins í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2024 12:32 Stangarstökkvarinn Wilma Murto náði ekki sínum markmiðum á leikunum. Hún var ekki sú eina í þeirri stöðu í finnska Ólympíuhópnum. Getty/Lintao Zhang Finnar fóru heim af Ólympíuleikunum í París án þess að vinna til verðlauna og þessi slaki árangur hefur kallað á hörð viðbrögð heima fyrir. Íþróttamennirnir sjálfir hafa nú skrifað nafnlaust bréf til að útskýra betur hvað var í raun vandamálið. Bréfið birtist í stórblaðinu Helsingin Sanomat. „Það er enginn vafi á því að finnskir íþróttamenn stóðu sig ekki vel á Ólympíuleikunum í París. Við sáum nánast engan þeirra bæta sig og margir stóðu sig mun verr en þeir eru vanir. Það vantaði vissulega betra andrúmsloft í allt finnska Ólympíuhópinn,“ segir í bréfinu. Í fyrsta sinn án verðlauna 56 íþróttamenn kepptu fyrir hönd Finnlands á Ólympíuleikunum í ár. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem enginn Finni vinnur til verðlauna á Ólympíuleikum. Finnski spjótkastarinn Oliver Helander náði ekki að standast væntingar eins og fleiri landar hans.Getty/Christian Petersen „Fyrir okkur sem voru í finnska Ólympíuliðinu og kepptum fyrir hönd þjóðar okkar í París þá kom þessi slaka frammistaða þó engum á óvart. Það sem hefur vantað í alla umfjöllun eftir leikana er sjónarhorn íþróttamannanna sjálfra,“ segir í bréfinu. Fjórir íþróttamenn standa að bréfinu en það er ekki gefið upp hverjir þeir eru. Íþróttafólkinu leið illa Fólkið sem var að vonast eftir verðlaunum náði ekki að standast þær væntingar var meðal annars skotmaðurinn Eetu Kallioinen (tólfta sæti), stangarstökkvarinn Wilma Murto (sjötta sæti) og spjótkastarinn Oliver Helander (tíunda sæti). Þau fóru öll tómhent heim. Íþróttafólkið sem skrifar bréfið segir illa staðið af öllu varðandi afreksfólk í Finnlandi og að íþróttafólkið hafi komist til Parísar án hjálpar frá finnska Ólympíusambandinu. Þeir nefna sérstaklega hversu illa var haldið utan um íþróttamennina í Ólympíuþorpinu og í kringum keppnir þeirra. Stjórnmálamennirnir mikilvægari „Fullt af íþróttamönnum leið illa vegna skorts á ástríðu og algjöru afskiptaleysi gagnvart afreksíþróttum og afreksíþróttafólki. Sumir voru svo einmana að þeir grétu af sálarkvöl í Ólympíuþorpinu,“ segir í þessu dramatíska bréfi. Finnski grindahlauparinn Reetta Hurske var mjög svekkt eftir 100 metra grindahlaupið sitt.Getty/ Sam Barnes Þeir halda því fram að það hafi skipt stjórnendur finnska hópsins meira að máli að taka á móti stjórnmálamönnum og styrktaraðilum heldur en að passa upp á íþróttafólkið. Gamlir úreltir starfshættir Meðal vandamála sem er nefnd í bréfinu er sú staðreynd að efnilegasta íþróttafólkið fær ekki nægan stuðning og hættir af þeim sökum allt of snemma. „Stærsta vandamálið í finnskum afreksíþróttum er að það er haldið áfram að vinna með gömlu úreltu starfshættina. Allir Finnar sem hafa náð árangri undanfarin ár hafa náð þessum árangri þrátt fyrir kerfið en ekki vegna þess,“ segir í bréfinu. Þegar við skoðum árangur nágranna þeirra frá Norðurlöndum þá fengu Svíar ellefu verðlaun, Danir unnu til níu verðlauna og Norðmenn fengu átta. Finnland og Ísland voru því einu Norðurlandaþjóðirnar án verðlauna á leikunum í ár.'' Ólympíuleikar 2024 í París Finnland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Íþróttamennirnir sjálfir hafa nú skrifað nafnlaust bréf til að útskýra betur hvað var í raun vandamálið. Bréfið birtist í stórblaðinu Helsingin Sanomat. „Það er enginn vafi á því að finnskir íþróttamenn stóðu sig ekki vel á Ólympíuleikunum í París. Við sáum nánast engan þeirra bæta sig og margir stóðu sig mun verr en þeir eru vanir. Það vantaði vissulega betra andrúmsloft í allt finnska Ólympíuhópinn,“ segir í bréfinu. Í fyrsta sinn án verðlauna 56 íþróttamenn kepptu fyrir hönd Finnlands á Ólympíuleikunum í ár. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem enginn Finni vinnur til verðlauna á Ólympíuleikum. Finnski spjótkastarinn Oliver Helander náði ekki að standast væntingar eins og fleiri landar hans.Getty/Christian Petersen „Fyrir okkur sem voru í finnska Ólympíuliðinu og kepptum fyrir hönd þjóðar okkar í París þá kom þessi slaka frammistaða þó engum á óvart. Það sem hefur vantað í alla umfjöllun eftir leikana er sjónarhorn íþróttamannanna sjálfra,“ segir í bréfinu. Fjórir íþróttamenn standa að bréfinu en það er ekki gefið upp hverjir þeir eru. Íþróttafólkinu leið illa Fólkið sem var að vonast eftir verðlaunum náði ekki að standast þær væntingar var meðal annars skotmaðurinn Eetu Kallioinen (tólfta sæti), stangarstökkvarinn Wilma Murto (sjötta sæti) og spjótkastarinn Oliver Helander (tíunda sæti). Þau fóru öll tómhent heim. Íþróttafólkið sem skrifar bréfið segir illa staðið af öllu varðandi afreksfólk í Finnlandi og að íþróttafólkið hafi komist til Parísar án hjálpar frá finnska Ólympíusambandinu. Þeir nefna sérstaklega hversu illa var haldið utan um íþróttamennina í Ólympíuþorpinu og í kringum keppnir þeirra. Stjórnmálamennirnir mikilvægari „Fullt af íþróttamönnum leið illa vegna skorts á ástríðu og algjöru afskiptaleysi gagnvart afreksíþróttum og afreksíþróttafólki. Sumir voru svo einmana að þeir grétu af sálarkvöl í Ólympíuþorpinu,“ segir í þessu dramatíska bréfi. Finnski grindahlauparinn Reetta Hurske var mjög svekkt eftir 100 metra grindahlaupið sitt.Getty/ Sam Barnes Þeir halda því fram að það hafi skipt stjórnendur finnska hópsins meira að máli að taka á móti stjórnmálamönnum og styrktaraðilum heldur en að passa upp á íþróttafólkið. Gamlir úreltir starfshættir Meðal vandamála sem er nefnd í bréfinu er sú staðreynd að efnilegasta íþróttafólkið fær ekki nægan stuðning og hættir af þeim sökum allt of snemma. „Stærsta vandamálið í finnskum afreksíþróttum er að það er haldið áfram að vinna með gömlu úreltu starfshættina. Allir Finnar sem hafa náð árangri undanfarin ár hafa náð þessum árangri þrátt fyrir kerfið en ekki vegna þess,“ segir í bréfinu. Þegar við skoðum árangur nágranna þeirra frá Norðurlöndum þá fengu Svíar ellefu verðlaun, Danir unnu til níu verðlauna og Norðmenn fengu átta. Finnland og Ísland voru því einu Norðurlandaþjóðirnar án verðlauna á leikunum í ár.''
Ólympíuleikar 2024 í París Finnland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira