45 ára á næsta ári en spilar áfram með Val: „Heppinn að vera með skrokk sem heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2024 08:00 Alexander verður 45 ára á næsta ári. Vísir/sigurjón Handboltamaðurinn Alexander Petersson hefur ákveðið að spila með Valsmönnum í Olís-deild karla í vetur. Hann verður 45 ára á næsta ári. Alexander verður langelsti leikmaður efstu deildar á næsta tímabili. Hann lagði fyrsta skóna á hilluna árið 2022 sem atvinnumaður í Þýskalandi. Ári seinna, eða í fyrra, ákvað hann síðan að taka fram skóna á nýjan leik og lék hann með Valsmönnum síðasta vetur. „Þetta bara gengur vel og mér líður vel og þetta er enn þá gaman. Mig langar bara að halda þessu áfram og sjá til hvað gerist,“ segir Alexander í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segist alltaf hafa hugsað vel um líkamann allan sinn feril. „Mataræði, agi og svefn skiptir miklu máli. En svo er ég heppinn að hafa skrokk sem heldur svona lengi.“ Valur náði þeim merka áfanga að verða Evrópubikarmeistarar í vor en náðu ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum. Sennilega hans síðasta tímabil „Þetta var magnað tímabil hjá okkur. Við unnum bikarinn og Evrópubikar og það er alltaf erfitt að hætta á toppnum, manni langar alltaf í meira. Ég held samt að þetta verði mitt síðasta tímabil en maður veit samt aldrei.“ Hann gerir ráð fyrir því að hlutverk hans innan Valsliðsins breytist aðeins á næsta tímabili og mun hann líklega mestmegnis standa í vörninni. „Ég er að spá í því að spila eiginlega ekkert í sókninni og meira að hjálpa strákunum að smíða saman vörn og líma þetta saman.“ Alexander hefur aldrei orðið Íslandsmeistari eftir gríðarlega farsælan feril. „Mig langar það mjög mikið en það verður erfitt með úrslitakeppni og allt inni í þessu. En allt er hægt og við erum að reyna setja saman gott lið. Það eru að koma inn margir nýir leikmenn og þetta verður ekki einfalt en allt er mögulegt.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Alexander. Olís-deild karla Valur Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Alexander verður langelsti leikmaður efstu deildar á næsta tímabili. Hann lagði fyrsta skóna á hilluna árið 2022 sem atvinnumaður í Þýskalandi. Ári seinna, eða í fyrra, ákvað hann síðan að taka fram skóna á nýjan leik og lék hann með Valsmönnum síðasta vetur. „Þetta bara gengur vel og mér líður vel og þetta er enn þá gaman. Mig langar bara að halda þessu áfram og sjá til hvað gerist,“ segir Alexander í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segist alltaf hafa hugsað vel um líkamann allan sinn feril. „Mataræði, agi og svefn skiptir miklu máli. En svo er ég heppinn að hafa skrokk sem heldur svona lengi.“ Valur náði þeim merka áfanga að verða Evrópubikarmeistarar í vor en náðu ekki að landa Íslandsmeistaratitlinum. Sennilega hans síðasta tímabil „Þetta var magnað tímabil hjá okkur. Við unnum bikarinn og Evrópubikar og það er alltaf erfitt að hætta á toppnum, manni langar alltaf í meira. Ég held samt að þetta verði mitt síðasta tímabil en maður veit samt aldrei.“ Hann gerir ráð fyrir því að hlutverk hans innan Valsliðsins breytist aðeins á næsta tímabili og mun hann líklega mestmegnis standa í vörninni. „Ég er að spá í því að spila eiginlega ekkert í sókninni og meira að hjálpa strákunum að smíða saman vörn og líma þetta saman.“ Alexander hefur aldrei orðið Íslandsmeistari eftir gríðarlega farsælan feril. „Mig langar það mjög mikið en það verður erfitt með úrslitakeppni og allt inni í þessu. En allt er hægt og við erum að reyna setja saman gott lið. Það eru að koma inn margir nýir leikmenn og þetta verður ekki einfalt en allt er mögulegt.“ Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Alexander.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik