„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 16:10 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK. Vísir/Sigurjón „Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld. „Við höfum bara undirbúið okkur fyrir það að fara að spila frá því að ákvörðun var tekin hérna á grasinu fyrir tveimur vikum um að leikurinn færi ekki fram. Þá voru ég og þáverandi þjálfari KR, Pálmi Rafn, sammála um að þetta væri besta dagsetning til að spila leikinn,“ segir Ómar sem bætir við að HK-ingar hafi síðustu daga undirbúið sig með fullan hug við það að spila í kvöld. Klippa: Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns En hvernig var að þurfa að senda menn heim í stað þess að spila leik fyrir tveimru vikum síðan? „Það var alveg pirrandi. Við höfðum verið að æfa yfir verslunarmannahelgina, sem við þurftum ekki að gera, við vorum að vinna teymið í því að undirbúa KR-leikinn og eyddum miklum tíma í það. Auðvitað var leiðinlegt að sú vinna hafi ekki nýst og hún nýtist í raun ekki í kvöld vegna þjálfaraskipta og annars. Það voru vonbrigði,“ segir Ómar Ingi og bætir við: „Og auðvitað leiðinlegt fyrir alla leikmenn, áhorfendur og annað að vera komin upp í Kór og koma sér fyrir. Búnir að hita upp og komnir inn í klefa til að vera með lokaundirbúning þegar kemur í ljós að það þarf í það minnsta að seinka þessu. Ekki skemmtilegt fyrir neinn sem þurfti að taka þátt í þessu, að neinu leyti.“ Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns KR tilkynnti málið til stjórnar KSÍ, án árangurs, svo kærði það til aga- og úrskurðarnefndar og áfrýjaði niðurstöðu hennar til áfrýjunardómstóls KSÍ. Niðurstaðan var ávallt sú sama, ekki skyldi refsa HK með 3-0 tapi, og leikurinn skyldi fara fram í kvöld. Margur hefur sakað KR-inga um það að vilja fá gefins þrjú stig og ekki viljað spila leikinn. Ómar segir eðlilegt að menn leyti réttar síns. „Er ekki almennt sem menn hafa gaman að því að tala KR niður. Ég held að þeir viti það alveg eins og aðrir. Það er því aðeins litið niður á það að þeir vilji fá sigur dæmdan. En fyrir mér held ég að það séu einstaklingar í stjórnum allra félaga sem myndu láta reyna á þetta,“ „Ég ætla ekki að dæma það að menn vilji leita réttar síns á einhvern hátt ef þeim finnst það vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Ómar sem bætir við að ef til vill sé illa vegið að HK vegna málsins. „Að mínu viti eru það ekki starfsmenn félagsins sem eru að undirbúa leikinn og annað slíkt. Það er kannski aðallega það að HK hafi að einhverju leyti verið dregið meira inn í þetta en þurfti að vera. Vonandi verður það bara leiðrétt og menn gera sér grein fyrir því hvernig er staðið að málum hérna og allt geti farið vel fram hérna í kvöld,“ En ýtir atburðarrás síðustu daga undir hvatningu HK-inga fyrir kvöldið? „Alveg örugglega einhverjir. Alveg pottþétt. Það hefur að einhverju leyti verið talað illa um félagið í þessu máli. Þannig að það eru alveg pottþétt einhverjir sem bíta það í sig . Ef svo er þá þigg ég það bara frá mínum leikmönnum,“ segir Ómar Ingi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. HK Besta deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Við höfum bara undirbúið okkur fyrir það að fara að spila frá því að ákvörðun var tekin hérna á grasinu fyrir tveimur vikum um að leikurinn færi ekki fram. Þá voru ég og þáverandi þjálfari KR, Pálmi Rafn, sammála um að þetta væri besta dagsetning til að spila leikinn,“ segir Ómar sem bætir við að HK-ingar hafi síðustu daga undirbúið sig með fullan hug við það að spila í kvöld. Klippa: Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns En hvernig var að þurfa að senda menn heim í stað þess að spila leik fyrir tveimru vikum síðan? „Það var alveg pirrandi. Við höfðum verið að æfa yfir verslunarmannahelgina, sem við þurftum ekki að gera, við vorum að vinna teymið í því að undirbúa KR-leikinn og eyddum miklum tíma í það. Auðvitað var leiðinlegt að sú vinna hafi ekki nýst og hún nýtist í raun ekki í kvöld vegna þjálfaraskipta og annars. Það voru vonbrigði,“ segir Ómar Ingi og bætir við: „Og auðvitað leiðinlegt fyrir alla leikmenn, áhorfendur og annað að vera komin upp í Kór og koma sér fyrir. Búnir að hita upp og komnir inn í klefa til að vera með lokaundirbúning þegar kemur í ljós að það þarf í það minnsta að seinka þessu. Ekki skemmtilegt fyrir neinn sem þurfti að taka þátt í þessu, að neinu leyti.“ Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns KR tilkynnti málið til stjórnar KSÍ, án árangurs, svo kærði það til aga- og úrskurðarnefndar og áfrýjaði niðurstöðu hennar til áfrýjunardómstóls KSÍ. Niðurstaðan var ávallt sú sama, ekki skyldi refsa HK með 3-0 tapi, og leikurinn skyldi fara fram í kvöld. Margur hefur sakað KR-inga um það að vilja fá gefins þrjú stig og ekki viljað spila leikinn. Ómar segir eðlilegt að menn leyti réttar síns. „Er ekki almennt sem menn hafa gaman að því að tala KR niður. Ég held að þeir viti það alveg eins og aðrir. Það er því aðeins litið niður á það að þeir vilji fá sigur dæmdan. En fyrir mér held ég að það séu einstaklingar í stjórnum allra félaga sem myndu láta reyna á þetta,“ „Ég ætla ekki að dæma það að menn vilji leita réttar síns á einhvern hátt ef þeim finnst það vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Ómar sem bætir við að ef til vill sé illa vegið að HK vegna málsins. „Að mínu viti eru það ekki starfsmenn félagsins sem eru að undirbúa leikinn og annað slíkt. Það er kannski aðallega það að HK hafi að einhverju leyti verið dregið meira inn í þetta en þurfti að vera. Vonandi verður það bara leiðrétt og menn gera sér grein fyrir því hvernig er staðið að málum hérna og allt geti farið vel fram hérna í kvöld,“ En ýtir atburðarrás síðustu daga undir hvatningu HK-inga fyrir kvöldið? „Alveg örugglega einhverjir. Alveg pottþétt. Það hefur að einhverju leyti verið talað illa um félagið í þessu máli. Þannig að það eru alveg pottþétt einhverjir sem bíta það í sig . Ef svo er þá þigg ég það bara frá mínum leikmönnum,“ segir Ómar Ingi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
HK Besta deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira