Við skoðum samgöngusáttmálann en Vegamálastjóri segir samþykkt hans í gær marka mikil tímamót. Nú sé hægt að hefja raunverulegan undirbúning stórra verkefna eins og jarðgangna undir hluta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Við ræðum við vinsælasta áhrifavald Grænlands, kíkjum í heimsókn til nýbakaðra hjóna með Downs, og heyrum hvað formaður Neytendasamtakanna hefur að segja um innkomu verslunarinnar Prís á matvörumarkað.
Þá verðum við í beinni úr Heiðmörk þar sem fréttamaður fræðist um sveppi í sveppaferð Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands.