Á meistaramóti í Queensland í Ástralíu hljóp Gout hundrað metrana á 10,2 sekúndum. Hlaupið var jafnt fyrstu fjörutíu metrana eða svo en síðan setti Gout í annan gír og kom langfyrstur í mark.
Myndband af hlaupinu má sjá hér fyrir neðan.
Read about a 16-year-old Sudanese kid in Australia who ran 100m in 10.2 seconds this year. Found the footage— freakin ridiculous. pic.twitter.com/Bz8tYuPkeK
— Del Walker 🇵🇸 (@TheCartelDel) August 23, 2024
Þess má geta að Noah Lyles varð Ólympíumeistari í hundrað metra hlaupi á 9,79 sekúndum. Þeir Kishane Thompson voru jafnir í mark en Lyles náði að skjóta bringunni á sér fram fyrir Jamaíkumanninn.
Usain Bolt á heimsmetið í hundrað metra hlaupi en það er 9,58 sekúndur.
Foreldrar Gouts eru frá Suður-Súdan en þau fluttust til Ástralíu tveimur árum áður en hann fæddist.