Leggur til takmarkanir á aðgengi að nikótínpúðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2024 23:34 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra vill takmarka aðgengi að nikótínpúðum. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp á haustmánuðum sem ætlað er að takmarka aðgengi að nikótínvörum á borð við nikótínpúða. Hann fagnar umræðu um skaðsemi púðanna og segir þjóðarátak nauðsynlegt. Fyrir helgi fjölluðum við um fjölgun nikótínverslana í höfuðborginni en slíkar verslanir spretta upp eins og gorkúlur. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kölluðu eftir þjóðarátaki. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra fagnar umræðunni og segist sammála foreldrum, þörf sé á átaki. „Ég held að það þurfi að gera meira. Við þurfum að taka þessari umræðu alvarlega og fylgja henni eftir þannig ég fagna þessu framtaki.“ Hann undirbýr nú frumvarp sem tekur á nikótínneyslu ungmenna sérstaklega. „Og takmarka enn frekar aðgengi að þessum vörum og verja, eins og forvarnarstefna og þau lög kveða á um, sérstaklega börn og unglinga sem eru viðkvæmir hópar fyrir auglýsingamennsku á þessu sviði.“ Hann segist vonast til að geta lagt frumvarpið fram strax á haustmánuðum og segir nikótínskatt og auglýsingabann á meðal aðgerða sem til skoðunar eru í undirbúningi frumvarpsins. „Við höfum auðvitað verið að fylgja bara Evrópu í þessum málum, í tóbaksvarnarlögunum, það er til að mynda einsleitar umbúðir. Verðlagning er tæki eins og skattlagning í áfenginu sem hefur verið beitt og hefur mikil áhrif. Þetta er ný vara og við þurfum svolítið að fóta okkur í því.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Fyrir helgi fjölluðum við um fjölgun nikótínverslana í höfuðborginni en slíkar verslanir spretta upp eins og gorkúlur. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kölluðu eftir þjóðarátaki. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra fagnar umræðunni og segist sammála foreldrum, þörf sé á átaki. „Ég held að það þurfi að gera meira. Við þurfum að taka þessari umræðu alvarlega og fylgja henni eftir þannig ég fagna þessu framtaki.“ Hann undirbýr nú frumvarp sem tekur á nikótínneyslu ungmenna sérstaklega. „Og takmarka enn frekar aðgengi að þessum vörum og verja, eins og forvarnarstefna og þau lög kveða á um, sérstaklega börn og unglinga sem eru viðkvæmir hópar fyrir auglýsingamennsku á þessu sviði.“ Hann segist vonast til að geta lagt frumvarpið fram strax á haustmánuðum og segir nikótínskatt og auglýsingabann á meðal aðgerða sem til skoðunar eru í undirbúningi frumvarpsins. „Við höfum auðvitað verið að fylgja bara Evrópu í þessum málum, í tóbaksvarnarlögunum, það er til að mynda einsleitar umbúðir. Verðlagning er tæki eins og skattlagning í áfenginu sem hefur verið beitt og hefur mikil áhrif. Þetta er ný vara og við þurfum svolítið að fóta okkur í því.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira