Túfa: „Leiðin var erfið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. ágúst 2024 19:15 Túfa á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Valur vann nauðsynlegan sigur á Vestra í 19. umferð Bestu deildarinnar á N1 vellinum í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vestra eftir að gestirnir höfðu komist yfir snemma í leiknum. Vísir ræddi við Srdjan Tufegzdic þjálfara Vals stuttu eftir leik sem var að sjálfsögðu sáttur með sigurinn. „Ánægður með sigurinn og hvernig við spilum þennan leik eftir að hafa fengið kjaftshögg snemma í leiknum. Við fáum á okkur mark eftir fyrstu mistök okkar í leiknum en við höldum kúlinu og einbeitingunni. Höldum áfram að gera góða hluti í seinni hluta fyrri hálfleiks sem hjálpar okkur að koma inní hálfleik. Skerpum á okkar hlutum í hálfleik sem hjálpar okkur að vinna leikinn í seinni hálfleik,“ sagði Túfa og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Við vorum slegnir að fá markið í andlitið eftir að þeir fá rauða spjaldið stuttu áður. Leiðin var erfið fyrir okkur. Alvöru karakter hjá okkur í dag. Leikmenn og þjálfarar stíga upp og standa saman þegar reynir á. Þetta reynir á okkur og við ætlum að halda áfram.“ Vestri komst yfir snemma í leiknum þrátt fyrir að þeir misstu mann af velli eftir 6 mínútna leik. Túfa sagði það hafa haft áhrif á þá. „Við erum ennþá í þeim fasa að okkur er alltaf refsað fyrir fyrstu mistökin okkar í leiknum. Menn sem hafa verið lengi í boltanum vita að þá þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu síðustu daga og við ætlum að halda áfram.“ Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma í leiknum fyrir brot á Albin Skoglund. Albin komst aftur í svipaða stöðu síðar í hálfleiknum og virtist vera brotið á honum en í það skiptið var ekkert dæmt. Túfa mótmælti hressilega og uppskar gult spjald. Um atvikið sagði hann: „Mér finnst þetta bara mjög svipuð atvik. Aftur er Albin að sleppa í gegn og er togaður niður. Hann dettur ekki, ef hann dettur þá þarf dómarinn líklega að taka aðra ákvörðun. Ég vill sjálfur ekki ræða hvað dómararnir eiga að gera. Við gerum allir mistök.“ „Ég er ánægður með innkomu Albin í dag. Mér fannst hann mjög góður, hann stífnaði aðeins aftan í læri og þurfti að fara útaf í hálfleik. Vonandi er þetta ekkert mikið þannig hann verði klár í næstu leiki.“ Framundan er mikil barátta fyrir Val sem er átta stigum frá toppsætinu eftir leiki dagsins. Túfa var bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Þessi sigur gefur okkur þrjú stig til að byggja á. Við viljum taka næsta úrslitaleik sem er gegn Víking hérna eftir viku og höfum nokkra daga til að undirbúa hann vel. Nokkrir leikmenn eru að koma til baka eftir meiðsli. Erum að þjappa okkur saman og leggja mikla vinnu í að vera með í þeirri baráttu sem framundan er,“ sagði þjálfarinn eftir leik Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
Vísir ræddi við Srdjan Tufegzdic þjálfara Vals stuttu eftir leik sem var að sjálfsögðu sáttur með sigurinn. „Ánægður með sigurinn og hvernig við spilum þennan leik eftir að hafa fengið kjaftshögg snemma í leiknum. Við fáum á okkur mark eftir fyrstu mistök okkar í leiknum en við höldum kúlinu og einbeitingunni. Höldum áfram að gera góða hluti í seinni hluta fyrri hálfleiks sem hjálpar okkur að koma inní hálfleik. Skerpum á okkar hlutum í hálfleik sem hjálpar okkur að vinna leikinn í seinni hálfleik,“ sagði Túfa og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Við vorum slegnir að fá markið í andlitið eftir að þeir fá rauða spjaldið stuttu áður. Leiðin var erfið fyrir okkur. Alvöru karakter hjá okkur í dag. Leikmenn og þjálfarar stíga upp og standa saman þegar reynir á. Þetta reynir á okkur og við ætlum að halda áfram.“ Vestri komst yfir snemma í leiknum þrátt fyrir að þeir misstu mann af velli eftir 6 mínútna leik. Túfa sagði það hafa haft áhrif á þá. „Við erum ennþá í þeim fasa að okkur er alltaf refsað fyrir fyrstu mistökin okkar í leiknum. Menn sem hafa verið lengi í boltanum vita að þá þarftu að hafa meira fyrir hlutunum. Við höfum lagt á okkur mikla vinnu síðustu daga og við ætlum að halda áfram.“ Gustav Kjeldsen fékk rautt spjald snemma í leiknum fyrir brot á Albin Skoglund. Albin komst aftur í svipaða stöðu síðar í hálfleiknum og virtist vera brotið á honum en í það skiptið var ekkert dæmt. Túfa mótmælti hressilega og uppskar gult spjald. Um atvikið sagði hann: „Mér finnst þetta bara mjög svipuð atvik. Aftur er Albin að sleppa í gegn og er togaður niður. Hann dettur ekki, ef hann dettur þá þarf dómarinn líklega að taka aðra ákvörðun. Ég vill sjálfur ekki ræða hvað dómararnir eiga að gera. Við gerum allir mistök.“ „Ég er ánægður með innkomu Albin í dag. Mér fannst hann mjög góður, hann stífnaði aðeins aftan í læri og þurfti að fara útaf í hálfleik. Vonandi er þetta ekkert mikið þannig hann verði klár í næstu leiki.“ Framundan er mikil barátta fyrir Val sem er átta stigum frá toppsætinu eftir leiki dagsins. Túfa var bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Þessi sigur gefur okkur þrjú stig til að byggja á. Við viljum taka næsta úrslitaleik sem er gegn Víking hérna eftir viku og höfum nokkra daga til að undirbúa hann vel. Nokkrir leikmenn eru að koma til baka eftir meiðsli. Erum að þjappa okkur saman og leggja mikla vinnu í að vera með í þeirri baráttu sem framundan er,“ sagði þjálfarinn eftir leik
Besta deild karla Valur Vestri Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira