Griezmann kom heimamönnum í forystu á 39. mínútu leiksins með marki beint úr aukaspyrnu áður en hann, lagði upp annað mark liðsins snemma í síðari hálfleik fyrir Marcos Llorente.
Llorente var hins vegar ekki hættur og hann lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Koke á fjórðu mínútu uppbótartíma og þar við sat.
Niðurstaðan því öruggur 3-0 sigur Atlético Madrid sem nú er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins, en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Villarreal í fyrstu umferð. Girona, sem kom öllum á óvart á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti, er hins vegar aðeins með eitt stig.