Gervigreindin planaði sumarfrí fjölskyldunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2024 06:48 Lóa Bára Magnúsdóttir er markaðsstjóri Origo. Mynd/Víðir Björnsson Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo segir áríðandi að styðja við og valdefla konur í tækni og gervigreind. Með því að gera það verði til betri lausnir. Konur verði að fá tækifæri og rými til að læra á hana og taka þátt í að þróa hana. Það krefjist þess að kvenfyrirmyndir í tæknigeiranum séu áberandi og að konur fái tækifæri í bæði námi og starfi vilji þær skapa sér feril innan geirans. Lóa segir að á næstu árum muni gervigreind (AI) hafa mikil áhrif á atvinnulífið, hagkerfið og hvernig við vinnum og lifum. Origo hélt málstofu á dögunum um mikilvægi jafnréttis í gervigreind. Það var sérstaklega fjallað um nýja skýrslu IBM um þátttöku kvenna í þróun gervigreindar. „Við höfum unnið mikið með IBM og Ana Paula er topp stjórnandi þar og fer fyrir Evrópu- Miðausturlöndum og Afríku. Hún er alger hetja í þessum karllæga geira,“ segir Lóa Bára og að í rannsóknum sínum fyrir IBM hafi hún til dæmis skoðað sérstaklega þær áskoranir sem konur mæta í gervigreind. Eins og til dæmis hversu hlutdræg hún getur verið á ýmsan hátt, til dæmis gagnvart konum. Pallborðið á málstofunni skipuðu auk Ana Paula Assis, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formaður ráðgjafanefndar EFTA, Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix og Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Datalab og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Mynd/Víðir Björnsson Hún segir margt áhugavert hafa komið fram í málstofunni um það af hverju það skiptir máli að konur taki þátt í þessari byltingu. „Það er talað um þetta sem fjórðu iðnbyltinguna en þetta er í rauninni fyrsta iðnbyltingin sem konur taka þátt í að leiða. Fyrri byltingar voru allar leiddar af karlmönnum,“ segir Lóa og að Sigríður Mogensen hafi sérstaklega fjallað um þetta í sínu erindi á málstofunni. Hún segir það ekki bara réttlætismál að konur séu með heldur sé það líka nýsköpunarmál. Origo sé til dæmis með markmið um að 50 prósent allra ráðninga séu konur en þau séu samt meðvituð um að það sé langhlaup. „Við þurfum að sýna fyrirmyndirnar og fá konur inn í nám. Það er ekkert gefið að hópur stráka, á sama aldri, með sömu menntun búi til bestu lausnirnar. Það þarf fjölbreytileika til að skoða vandamálið frá öllum hliðum. Ef þú ræður alltaf í starf byggt á reynslu þá verður það yfirleitt karl sem verður fyrir valinu,“ segir Lóa Bára og því verði fyrirtæki stundum að þora að treysta hæfum konum sem ekki séu með sömu reynslu. Aðeins þannig sé hægt að styðja þær til síns frama. Gervigreindin verði að vera ábyrg Hún segir það líka áríðandi að gervigreindin sé ábyrg og rétt. Það komi til dæmis fram í skýrslu IBM hversu mikilvægt það sé að hafa kvenleiðtoga með í þeirri vegferð. „Til þess að hagnýta gervigreindina í þágu allra, og ekki síst að fjárhagslegi ávinningurinn skili sér líka til kvenna.“ Pallborðið á málstofunni skipuðu auk Ana Paula Assis, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formaður ráðgjafanefndar EFTA, Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix og Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Datalab. Þá hélt einnig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Ráðherra fjallaði í sínu erindi um hlutdrægni í gervigreind þýðingar á lýsingarorðum í Google Translate þýðingarvélinni. En hún hefur áður bent á það að jákvæð lýsingarorð eru þýdd í karlkyni en neikvæði í kvenkyni. „Strong verður sterkur og weak verður veik. Gervigreindin lærir auðvitað bara það sem við mötum hana með og við erum að mata hana með sögunni,“ segir Lóa Bára. Hún segir að Selma Svavarsdóttir hafi einnig verið með erindi þar sem hún fór yfir tilraun sem hún gerði og fjallaði um á LinkedIn síðu sinni. Hún bað gervigreindina um að búa til mynd fyrir sig af tólf forstjórum. Ellefu voru karlar og einn var kona. Gervigreindin átti nokkuð erfitt með að túlka verkefnið en á myndunum, sem má sjá hér að neðan, má sjá að konan er í nærri öllum tilfellum sett til hliðar og jafnvel til sýnis. Færsluna er hægt að lesa hér. Myndirnar sem Selma fékk úr gervigreindinni þegar hún bað um að gerð yrði mynd af tólf forstjórum.Skjáskot/LindedIn „Þarna birtist þessi saga sem endurspeglar ekki endilega gildin okkar í dag og hvert við viljum fara,“ segir Lóa Bára. Lóa Bára segir fyrirtæki og stofnanir enn reyna að finna út úr því hvernig þau geti nýtt sér gervigreindina, og hvernig það sé gert á ábyrgan og góðan hátt. Gervigreindin sé of hlutdræg Í skýrslu IBM kemur til dæmis fram að konur í minnihluta þegar kemur að ákvarðanatöku um gervigreind. Þar kemur fram að aðeins 33 prósent stjórnenda sem taka ákvarðanir um gervigreind séu konur. Í Frakklandi lækkar þessi tala niður í 23 prósent en hækkar í 41 prósent í Sameinuðu arabísku furstaveldunum. „Það eru þá konur sem eru að taka ákvarðanir hjá fyrirtækjum um nýtingu gervigreindar,“ segir Lóa Bára og þær ákveði hvað hún geri, hvernig hún geri og hverju hún er mötuð af til að læra. Ana Paula Assis og Áslaug Arna á málstofunni.Mynd/Víðir Björnsson „Það hafa flestir einhverja upplifun af því að gervigreindin skili einhverri hlutdrægni í sinni greiningu, af því að hún er mötuð þannig. En það er ekkert endilega þannig að sá sem les gögnin fatti það. Þannig það skiptir ekki bara máli hver er að mata, heldur líka hver er að lesa og greina.“ Hún segir enn óvíst hvernig gervigreindin þróist og í hvað hún verður nýtt. En hún trúi því sjálf að hún geti orðið stærri en þegar Internetið varð fyrst aðgengilegt almenningi. „Þetta er að fara að umbylta svo miklu. Það er ekkert endilega þannig að gervigreindin sé að fara að taka störfin okkar, heldur er það kannski frekar þannig að það er einhver sem nýtir sér gervigreindina sem er að fara að gera það,“ segir Lóa Bára. Gervigreindin upplifi reynsluheim kvenna Annað sem hafi verið fjallað um í skýrslunni er að konur almennt mætu sína eigin hæfni lægra en karlar og það sé áríðandi að valdefla konur í að nýta sér gervigreindina og að hræðast hana ekki. Það sé áríðandi að konur noti hana svo hún sé mötuð af upplýsingum og spurningum frá konum. Til að varpa ljósi á reynsluheim kvenna. „Til þess að sækja þennan ávinning sem verður. Alls staðar þar sem við erum með mikið af gögnum getum við nýtt gervigreindina til að greina þau og búa til úr þeim þekkingu. Hvað svo sem það verður. Þetta hreyfist svo hratt að það kemur eitthvað nýtt módel og nýjar lausnir nánast í hverjum mánuði.“ Þessar lausnir geti nýst fyrirtækjum en einstaklingum líka. Hún nefnir sem dæmi innkaup fyrirtækja. „Hún getur þá flaggað að agúrkur séu orðnar dýrari og þá er hægt að skipta þeim út fyrir eitthvað annað. Hún getur leyst einhver svona verkefni með auðveldum hætti,“ segir Lóa Bára. Vilji fólk kynna sér gervigreind segir Lóa Bára gott að byrja á opnum módelum eins og Chat GPT og Claude. „Að byrja að spjalla og spyrja og fá svörin. Ég fór til dæmis til Alicante með fjölskylduna. Áður fyrr hef ég varið miklum tíma í að lesa blogg og hitt og þetta. En ég setti bara inn í gervigreindina að ég væri að fara til Alicante með fjölskylduna í október, hversu gömul börnin eru og áhugamál þeirra. Ég lét vita hversu lengi við yrðum og að okkur þætti gaman að borða ís og fara á ströndina. Svo spurði ég bara hvað við ættum að gera og fékk frá gervigreindinni heila dagskrá,“ segir Lóa hlæjandi. „Við fylgdum henni og fórum í kastala, fengum okkur ís og alls konar,“ segir Lóa Bára og að þetta hafi aðeins tekið hana smátíma. Hefði hún verið að kynna sér málið sjálf hefði hún örugglega varið mörgum klukkustundum í það. Býr til svar við því sem hún ekki veit „Gervigreindin getur líka nýst manni á fjölbreyttan hátt í vinnunni. Fólk verður samt að muna að þetta er dálítið eins og að byrja að nota Internetið. Fólk verður að vera gagnrýnið og taka ekki öllu sem sannleika. Gervigreindin getur verið skapandi eða maður þróar sérsniðnar lausnir sem eru það ekki. Það getur alveg verið þannig að ef hún veit ekki svarið þá búi hún það til, en hún getur verið svo sannfærandi að það er ekki alltaf auðvelt að vita.“ Auk þess segir Lóa Bára áríðandi að gæta að fyllsta öryggi í öllu sem maður gerir. „Maður er að mata gervigreindina af upplýsingum þannig það er gott að vera var um sig, hvað maður er að senda og hvert.“ Lóa Bára ræddi þessi mál einnig í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hægt er að hlusta á það viðtal hér að ofan. Gervigreind Tækni Jafnréttismál Tengdar fréttir Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). 20. ágúst 2024 15:56 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34 Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Lóa segir að á næstu árum muni gervigreind (AI) hafa mikil áhrif á atvinnulífið, hagkerfið og hvernig við vinnum og lifum. Origo hélt málstofu á dögunum um mikilvægi jafnréttis í gervigreind. Það var sérstaklega fjallað um nýja skýrslu IBM um þátttöku kvenna í þróun gervigreindar. „Við höfum unnið mikið með IBM og Ana Paula er topp stjórnandi þar og fer fyrir Evrópu- Miðausturlöndum og Afríku. Hún er alger hetja í þessum karllæga geira,“ segir Lóa Bára og að í rannsóknum sínum fyrir IBM hafi hún til dæmis skoðað sérstaklega þær áskoranir sem konur mæta í gervigreind. Eins og til dæmis hversu hlutdræg hún getur verið á ýmsan hátt, til dæmis gagnvart konum. Pallborðið á málstofunni skipuðu auk Ana Paula Assis, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formaður ráðgjafanefndar EFTA, Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix og Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Datalab og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Mynd/Víðir Björnsson Hún segir margt áhugavert hafa komið fram í málstofunni um það af hverju það skiptir máli að konur taki þátt í þessari byltingu. „Það er talað um þetta sem fjórðu iðnbyltinguna en þetta er í rauninni fyrsta iðnbyltingin sem konur taka þátt í að leiða. Fyrri byltingar voru allar leiddar af karlmönnum,“ segir Lóa og að Sigríður Mogensen hafi sérstaklega fjallað um þetta í sínu erindi á málstofunni. Hún segir það ekki bara réttlætismál að konur séu með heldur sé það líka nýsköpunarmál. Origo sé til dæmis með markmið um að 50 prósent allra ráðninga séu konur en þau séu samt meðvituð um að það sé langhlaup. „Við þurfum að sýna fyrirmyndirnar og fá konur inn í nám. Það er ekkert gefið að hópur stráka, á sama aldri, með sömu menntun búi til bestu lausnirnar. Það þarf fjölbreytileika til að skoða vandamálið frá öllum hliðum. Ef þú ræður alltaf í starf byggt á reynslu þá verður það yfirleitt karl sem verður fyrir valinu,“ segir Lóa Bára og því verði fyrirtæki stundum að þora að treysta hæfum konum sem ekki séu með sömu reynslu. Aðeins þannig sé hægt að styðja þær til síns frama. Gervigreindin verði að vera ábyrg Hún segir það líka áríðandi að gervigreindin sé ábyrg og rétt. Það komi til dæmis fram í skýrslu IBM hversu mikilvægt það sé að hafa kvenleiðtoga með í þeirri vegferð. „Til þess að hagnýta gervigreindina í þágu allra, og ekki síst að fjárhagslegi ávinningurinn skili sér líka til kvenna.“ Pallborðið á málstofunni skipuðu auk Ana Paula Assis, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI og formaður ráðgjafanefndar EFTA, Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix og Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Datalab. Þá hélt einnig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Ráðherra fjallaði í sínu erindi um hlutdrægni í gervigreind þýðingar á lýsingarorðum í Google Translate þýðingarvélinni. En hún hefur áður bent á það að jákvæð lýsingarorð eru þýdd í karlkyni en neikvæði í kvenkyni. „Strong verður sterkur og weak verður veik. Gervigreindin lærir auðvitað bara það sem við mötum hana með og við erum að mata hana með sögunni,“ segir Lóa Bára. Hún segir að Selma Svavarsdóttir hafi einnig verið með erindi þar sem hún fór yfir tilraun sem hún gerði og fjallaði um á LinkedIn síðu sinni. Hún bað gervigreindina um að búa til mynd fyrir sig af tólf forstjórum. Ellefu voru karlar og einn var kona. Gervigreindin átti nokkuð erfitt með að túlka verkefnið en á myndunum, sem má sjá hér að neðan, má sjá að konan er í nærri öllum tilfellum sett til hliðar og jafnvel til sýnis. Færsluna er hægt að lesa hér. Myndirnar sem Selma fékk úr gervigreindinni þegar hún bað um að gerð yrði mynd af tólf forstjórum.Skjáskot/LindedIn „Þarna birtist þessi saga sem endurspeglar ekki endilega gildin okkar í dag og hvert við viljum fara,“ segir Lóa Bára. Lóa Bára segir fyrirtæki og stofnanir enn reyna að finna út úr því hvernig þau geti nýtt sér gervigreindina, og hvernig það sé gert á ábyrgan og góðan hátt. Gervigreindin sé of hlutdræg Í skýrslu IBM kemur til dæmis fram að konur í minnihluta þegar kemur að ákvarðanatöku um gervigreind. Þar kemur fram að aðeins 33 prósent stjórnenda sem taka ákvarðanir um gervigreind séu konur. Í Frakklandi lækkar þessi tala niður í 23 prósent en hækkar í 41 prósent í Sameinuðu arabísku furstaveldunum. „Það eru þá konur sem eru að taka ákvarðanir hjá fyrirtækjum um nýtingu gervigreindar,“ segir Lóa Bára og þær ákveði hvað hún geri, hvernig hún geri og hverju hún er mötuð af til að læra. Ana Paula Assis og Áslaug Arna á málstofunni.Mynd/Víðir Björnsson „Það hafa flestir einhverja upplifun af því að gervigreindin skili einhverri hlutdrægni í sinni greiningu, af því að hún er mötuð þannig. En það er ekkert endilega þannig að sá sem les gögnin fatti það. Þannig það skiptir ekki bara máli hver er að mata, heldur líka hver er að lesa og greina.“ Hún segir enn óvíst hvernig gervigreindin þróist og í hvað hún verður nýtt. En hún trúi því sjálf að hún geti orðið stærri en þegar Internetið varð fyrst aðgengilegt almenningi. „Þetta er að fara að umbylta svo miklu. Það er ekkert endilega þannig að gervigreindin sé að fara að taka störfin okkar, heldur er það kannski frekar þannig að það er einhver sem nýtir sér gervigreindina sem er að fara að gera það,“ segir Lóa Bára. Gervigreindin upplifi reynsluheim kvenna Annað sem hafi verið fjallað um í skýrslunni er að konur almennt mætu sína eigin hæfni lægra en karlar og það sé áríðandi að valdefla konur í að nýta sér gervigreindina og að hræðast hana ekki. Það sé áríðandi að konur noti hana svo hún sé mötuð af upplýsingum og spurningum frá konum. Til að varpa ljósi á reynsluheim kvenna. „Til þess að sækja þennan ávinning sem verður. Alls staðar þar sem við erum með mikið af gögnum getum við nýtt gervigreindina til að greina þau og búa til úr þeim þekkingu. Hvað svo sem það verður. Þetta hreyfist svo hratt að það kemur eitthvað nýtt módel og nýjar lausnir nánast í hverjum mánuði.“ Þessar lausnir geti nýst fyrirtækjum en einstaklingum líka. Hún nefnir sem dæmi innkaup fyrirtækja. „Hún getur þá flaggað að agúrkur séu orðnar dýrari og þá er hægt að skipta þeim út fyrir eitthvað annað. Hún getur leyst einhver svona verkefni með auðveldum hætti,“ segir Lóa Bára. Vilji fólk kynna sér gervigreind segir Lóa Bára gott að byrja á opnum módelum eins og Chat GPT og Claude. „Að byrja að spjalla og spyrja og fá svörin. Ég fór til dæmis til Alicante með fjölskylduna. Áður fyrr hef ég varið miklum tíma í að lesa blogg og hitt og þetta. En ég setti bara inn í gervigreindina að ég væri að fara til Alicante með fjölskylduna í október, hversu gömul börnin eru og áhugamál þeirra. Ég lét vita hversu lengi við yrðum og að okkur þætti gaman að borða ís og fara á ströndina. Svo spurði ég bara hvað við ættum að gera og fékk frá gervigreindinni heila dagskrá,“ segir Lóa hlæjandi. „Við fylgdum henni og fórum í kastala, fengum okkur ís og alls konar,“ segir Lóa Bára og að þetta hafi aðeins tekið hana smátíma. Hefði hún verið að kynna sér málið sjálf hefði hún örugglega varið mörgum klukkustundum í það. Býr til svar við því sem hún ekki veit „Gervigreindin getur líka nýst manni á fjölbreyttan hátt í vinnunni. Fólk verður samt að muna að þetta er dálítið eins og að byrja að nota Internetið. Fólk verður að vera gagnrýnið og taka ekki öllu sem sannleika. Gervigreindin getur verið skapandi eða maður þróar sérsniðnar lausnir sem eru það ekki. Það getur alveg verið þannig að ef hún veit ekki svarið þá búi hún það til, en hún getur verið svo sannfærandi að það er ekki alltaf auðvelt að vita.“ Auk þess segir Lóa Bára áríðandi að gæta að fyllsta öryggi í öllu sem maður gerir. „Maður er að mata gervigreindina af upplýsingum þannig það er gott að vera var um sig, hvað maður er að senda og hvert.“ Lóa Bára ræddi þessi mál einnig í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku. Hægt er að hlusta á það viðtal hér að ofan.
Gervigreind Tækni Jafnréttismál Tengdar fréttir Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). 20. ágúst 2024 15:56 Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01 Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34 Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). 20. ágúst 2024 15:56
Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. 20. ágúst 2024 07:01
Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34
Hefur gefið út tvö hundruð lög á fimm mánuðum Á fimm mánuðum hefur samfélagsmiðlastjarnan Maggi Mix gefið út tæplega tvö hundruð lög með aðstoð gervigreindar. Hann semur textana sjálfur og segir lögin fyrst og fremst fyrir sjálfan sig. 17. ágúst 2024 21:00