Furðu lostnir yfir tæklingu Örvars: „Greyið Ívar“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 13:01 Örvar Eggertsson skoraði fyrra mark Stjörnunnar gegn HK en fékk svo gult spjald skömmu síðar og hefði mögulega getað fengið annað fyrir leikaraskap. vísir/Diego Stúkumenn voru hálfgáttaðir á afar skrautlegri eða hreinlega ljótri tæklingu Örvars Eggertssonar gegn sínum gamla samherja Ívari Erni Jónssyni, þegar þeir fóru yfir umdeild atvik úr 2-0 sigri Stjörnunnar gegn HK í Bestu deildinni í gærkvöld. Sérfræðingar Stúkunnar skoðuðu fyrst atvik í stöðunni 2-0, þegar HK vildi fá víti, og voru óvænt sammála um að dæma hefði átt vítaspyrnu. Þeir Albert Brynjar og Lárus Orri voru einnig sammála Gumma Ben um að fyrrnefnd tækling Örvars hefði verið hreinlega furðuleg. Hann fékk gult spjald fyrir hana. „Þetta er ótrúleg tækling. Sá var peppaður eftir að hafa skorað með tæklingu,“ sagði Albert. „Greyið Ívar, ætla ég að leyfa mér að segja. Hvað er þetta?“ spurði Gummi og sagði gult spjald lágmark fyrir tæklinguna. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: HK vildi víti og Örvar stálheppinn „Þessi er hressileg. Maður hefði orðið stoltur af þessari,“ sagði Lárus Orri um tæklinguna, með allan sinn bakgrunn úr enska boltanum. Lárus var á því að Örvar hefði vel getað fengið sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap rétt fyrir hálfleik. „Getum við allir verið sammála um að þetta sé dýfa?“ spurði Albert og Lárus svaraði játandi. „Þetta er ein lína sem ég skil ekki í fótbolta. Hvernig ákveða dómarar hvenær eigi að spjalda fyrir dýfu?“ spurði Albert en umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild karla Stúkan HK Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. 26. ágúst 2024 22:15 Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. 27. ágúst 2024 10:33 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Sérfræðingar Stúkunnar skoðuðu fyrst atvik í stöðunni 2-0, þegar HK vildi fá víti, og voru óvænt sammála um að dæma hefði átt vítaspyrnu. Þeir Albert Brynjar og Lárus Orri voru einnig sammála Gumma Ben um að fyrrnefnd tækling Örvars hefði verið hreinlega furðuleg. Hann fékk gult spjald fyrir hana. „Þetta er ótrúleg tækling. Sá var peppaður eftir að hafa skorað með tæklingu,“ sagði Albert. „Greyið Ívar, ætla ég að leyfa mér að segja. Hvað er þetta?“ spurði Gummi og sagði gult spjald lágmark fyrir tæklinguna. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: HK vildi víti og Örvar stálheppinn „Þessi er hressileg. Maður hefði orðið stoltur af þessari,“ sagði Lárus Orri um tæklinguna, með allan sinn bakgrunn úr enska boltanum. Lárus var á því að Örvar hefði vel getað fengið sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap rétt fyrir hálfleik. „Getum við allir verið sammála um að þetta sé dýfa?“ spurði Albert og Lárus svaraði játandi. „Þetta er ein lína sem ég skil ekki í fótbolta. Hvernig ákveða dómarar hvenær eigi að spjalda fyrir dýfu?“ spurði Albert en umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Besta deild karla Stúkan HK Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. 26. ágúst 2024 22:15 Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. 27. ágúst 2024 10:33 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. 26. ágúst 2024 22:15
Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. 27. ágúst 2024 10:33