Hönnunaríbúð Ingibjargar hans Eyjólfs í Epal til sölu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 15:21 Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrir ellefu árum á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir snyrtifræðingur og sambýliskona Eyjólfs Pálssonar, eiganda hönnunarverslunarinnar EPAL, hefur sett íbúð sína við Leifsgötu í miðborg Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 69,5 milljónir. Um er að ræða 72 fermetra íbúð á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1972. Íbúðin, sem skiptist í tvær stofur, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi, er björt og rúmgóð og hefur verið endurnýjuð að einhverju leyti. Á gólfum íbúðarinnar er ljóst viðarparket. Heimilið er innréttað á smekklega máta þar sem klassísk hönnun og listaverk eru í aðalhlutverki. Í stofunni má meðal annars sjá fögur hönnunarljós eftir danska ljósahönnuðinn Louis Poulsen sem setja fágaðan svip á rýmið. Við borðstofuborðið eru fjórir CH24-stólar úr ljósri sápuborinni eik, hannaðir af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Þess má geta að Wegner hannaði yfir 500 stóla í sinni lífstíð. Eldhúsið er rúmgott og stúkað af. Innréttingin er hvít í gömlum stíl með ljósri borðplötu. Við hlið hennar eru vegghengdar Montana- hillur með góðu skápaplássi sem ná upp í loft. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Ástina kviknaði á blindu stefnumóti Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrst á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum þann 3. júlí árið 2013 eftir að spámiðill, sem hann hefur hitt á fjögurra mánaða fresti síðastliðin tuttugu ár, spáði fyrir um samband þeirra. Eyjólfur sagði frá þessum örlagaríka degi í helgarviðtali Atvinnulífsins í nóvember í fyrra. „Ég var búinn að vera einn í fimm ár þegar mér er sagt frá því að klukkan 15 þann 3.júlí árið 2013 myndi ég setjast á bakk í Hljómskálagarðinum og hitta stutthærða flotta konu. Þetta stóðst auðvitað, því þann 3.júlí fór ég á blint stefnumót og átti að hitta konuna við bekkinn hjá styttunni af Jónasi Hallgrímssyni klukkan þrjú. Ég var kominn nokkuð fyrr, sé tvær konur ganga á móti mér og hugsaði: Nú er það svona hjá henni. Hún hefur tekið vinkonu sína með sér….“ Svo reyndist þó ekki vera því konurnar gengu framhjá Eyjólfi. Nokkrum mínútum síðar hittir Eyjólfur síðan Ingibjörgu, sem mætti klukkan þrjú og úr varð að eftir nokkur skipti tóku þau saman sem par. Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Um er að ræða 72 fermetra íbúð á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1972. Íbúðin, sem skiptist í tvær stofur, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi, er björt og rúmgóð og hefur verið endurnýjuð að einhverju leyti. Á gólfum íbúðarinnar er ljóst viðarparket. Heimilið er innréttað á smekklega máta þar sem klassísk hönnun og listaverk eru í aðalhlutverki. Í stofunni má meðal annars sjá fögur hönnunarljós eftir danska ljósahönnuðinn Louis Poulsen sem setja fágaðan svip á rýmið. Við borðstofuborðið eru fjórir CH24-stólar úr ljósri sápuborinni eik, hannaðir af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Þess má geta að Wegner hannaði yfir 500 stóla í sinni lífstíð. Eldhúsið er rúmgott og stúkað af. Innréttingin er hvít í gömlum stíl með ljósri borðplötu. Við hlið hennar eru vegghengdar Montana- hillur með góðu skápaplássi sem ná upp í loft. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Ástina kviknaði á blindu stefnumóti Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrst á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum þann 3. júlí árið 2013 eftir að spámiðill, sem hann hefur hitt á fjögurra mánaða fresti síðastliðin tuttugu ár, spáði fyrir um samband þeirra. Eyjólfur sagði frá þessum örlagaríka degi í helgarviðtali Atvinnulífsins í nóvember í fyrra. „Ég var búinn að vera einn í fimm ár þegar mér er sagt frá því að klukkan 15 þann 3.júlí árið 2013 myndi ég setjast á bakk í Hljómskálagarðinum og hitta stutthærða flotta konu. Þetta stóðst auðvitað, því þann 3.júlí fór ég á blint stefnumót og átti að hitta konuna við bekkinn hjá styttunni af Jónasi Hallgrímssyni klukkan þrjú. Ég var kominn nokkuð fyrr, sé tvær konur ganga á móti mér og hugsaði: Nú er það svona hjá henni. Hún hefur tekið vinkonu sína með sér….“ Svo reyndist þó ekki vera því konurnar gengu framhjá Eyjólfi. Nokkrum mínútum síðar hittir Eyjólfur síðan Ingibjörgu, sem mætti klukkan þrjú og úr varð að eftir nokkur skipti tóku þau saman sem par.
Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira