„Sorgardagur fyrir fótboltann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 06:31 Liðsfélagi Juan Izquierdo kallar eftir hjálp eftir að Izquierdo hneig liður í leik Sao Paulo og Nacional í Copa Libertadores. Getty/Alexandre Schneider Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Juan Izquierdo, sem hneig niður í Copa Libertadores leik í síðustu viku, er látinn. Hinn 27 ára gamli Izquierdo hafði legið á sjúkrahúsi síðan hann fluttur þangað frá leik Nacional og Sao Paulo 22. ágúst en leikurinn var spilaður í Brasilíu. Þetta var stórleikur í sextán liða úrslitum í Suðurameríkukeppni félagsliða sem heitir Copa Libertadores. Sao Paulo vann leikinn 2-0 og komst áfram í átta liða úrslitin. Izquierdo glímdi við óreglulegan hjartslátt og missti meðvitund á 84. mínútu leiksins. Það var enginn annar leikmaður nálægt þegar hann hneig niður. Izquierdo var fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið og hafði verið í gjörgæslu síðan. Því miður tókst ekki að bjarga lífi hans. Con el más profundo dolor e impacto en nuestros corazones, el Club Nacional de Football comunica el fallecimiento de nuestro querido jugador Juan Izquierdo.Expresamos nuestras más sinceras condolencias a su familia, amigos, colegas y allegados.Todo Nacional está de luto por… pic.twitter.com/mYU28mqw6m— Nacional (@Nacional) August 28, 2024 Club Nacional tilkynnti um andlát leikmanns síns á samfélagsmiðlum og sagði alla hjá félaginu vera í áfalli. „Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina, kollega og ástvina. Allir hjá Nacional syrgja þennan óbætanlega missi, sagði í tilkynningunni. Izquierdo hafði spilað yfir hundrað leiki í efstu deild í Úrúgvæ og varð meistari með bæði Nacional og Liverpool (frá Montevideo). „Sorgartími hjá öllum suðurameríska fótboltanum,“ sagði Alejandro Dominguez, forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Sao Paulo félagið sagði að þetta væri „sorgardagur fyrir fótboltann“ þegar það greindi frá fréttunum á sínum miðlum. Fallece Juan Izquierdo, futbolista uruguayo del @Nacional que sufrió un paro cardíaco el pasado jueves durante un partido de la @Libertadores. #QEPD ✝️🕊️ pic.twitter.com/IqHCGdxTy8— Tribuna Noticias (@NoticiasTribuna) August 28, 2024 Úrúgvæ Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Izquierdo hafði legið á sjúkrahúsi síðan hann fluttur þangað frá leik Nacional og Sao Paulo 22. ágúst en leikurinn var spilaður í Brasilíu. Þetta var stórleikur í sextán liða úrslitum í Suðurameríkukeppni félagsliða sem heitir Copa Libertadores. Sao Paulo vann leikinn 2-0 og komst áfram í átta liða úrslitin. Izquierdo glímdi við óreglulegan hjartslátt og missti meðvitund á 84. mínútu leiksins. Það var enginn annar leikmaður nálægt þegar hann hneig niður. Izquierdo var fluttur á Albert Einstein sjúkrahúsið og hafði verið í gjörgæslu síðan. Því miður tókst ekki að bjarga lífi hans. Con el más profundo dolor e impacto en nuestros corazones, el Club Nacional de Football comunica el fallecimiento de nuestro querido jugador Juan Izquierdo.Expresamos nuestras más sinceras condolencias a su familia, amigos, colegas y allegados.Todo Nacional está de luto por… pic.twitter.com/mYU28mqw6m— Nacional (@Nacional) August 28, 2024 Club Nacional tilkynnti um andlát leikmanns síns á samfélagsmiðlum og sagði alla hjá félaginu vera í áfalli. „Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina, kollega og ástvina. Allir hjá Nacional syrgja þennan óbætanlega missi, sagði í tilkynningunni. Izquierdo hafði spilað yfir hundrað leiki í efstu deild í Úrúgvæ og varð meistari með bæði Nacional og Liverpool (frá Montevideo). „Sorgartími hjá öllum suðurameríska fótboltanum,“ sagði Alejandro Dominguez, forseti CONMEBOL, knattspyrnusambands Suður-Ameríku. Sao Paulo félagið sagði að þetta væri „sorgardagur fyrir fótboltann“ þegar það greindi frá fréttunum á sínum miðlum. Fallece Juan Izquierdo, futbolista uruguayo del @Nacional que sufrió un paro cardíaco el pasado jueves durante un partido de la @Libertadores. #QEPD ✝️🕊️ pic.twitter.com/IqHCGdxTy8— Tribuna Noticias (@NoticiasTribuna) August 28, 2024
Úrúgvæ Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira