Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 07:31 Gylfi Þór fagnar marki í leiknum sem hann sló markametið í október í fyrra. Hann hefur ekki spilað síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag. Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira