Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2024 19:15 Gylfi Þór var ferskur eftir æfingu með Val á Hlíðarenda í dag. Vísir/Sigurjón „Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti