Safnaði 700 þúsund krónum: „Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2024 21:32 Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad, tíu ára frá Akranesi, ásamt forstöðukonu leikstofu Barnaspítala Hringsins. Vísir/Arnar Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad, tíu ára frá Akranesi, tók upp á því fyrir um tíu dögum síðan að teikna myndir af Akrafjalli sem hún gekk með á milli húsa og seldi á 200 krónur stykkið. Þetta gerði hún til styrktar Barnaspítala Hringsins og hafa nú safnast rúmlega 700 þúsund krónur. „Fannst mér eiginlega bara að ég ætti að safna fyrir Barnaspítalann því hann hefur gert svo mikið fyrir mig. Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið,“ sagði í Ólavía. Hvað vonastu til þess að Barnaspítalinn noti peninginn í? „Grjónapúða og eitthvað til að hjálpa börnum að líða ekki illa.“ Algjört kraftaverkabarn Ólavía á langa sögu á spítalanum að baki en hún greindist fimm ára með krabbamein og var síðan endurgreind ári seinna með stjarnfrumuæxli í heila. Liv Åse Skarstad, móðir Ólavíu, segir að Ólavíu hafi verið gefnar nokkrar vikur á sínum tíma en sé frísk í dag. „Hún fékk svo sannkallaða kraftaverkameðferð því hún er fyrsta barnið á Íslandi sem að fór í líftæknimeðferð og það var tveggja ára ferli sem við áttum ekki von á að hún myndi klára. Hún væri ekki hér í dag nema út af henni og út af þessu flotta starfsfólki á Barnaspítalanum.“ Svo hún er bara sannkallaða kraftaverkabarn? „Algjört, það er bara þannig.“ Ólavía ásamt móður sinni.Vísir/Arnar Enn hægt að styrkja málefnið Fréttastofa fylgdi Ólavíu þegar hún heimsótti leikstofu Barnaspítalans og afhenti myndir. Mikil gleði greip um sig þegar börn á spítalanum fengu teiknaða mynd af Akrafjalli. Forstöðukona leikstofunnar fékk einnig eintak af myndinni sem lofaði að hún yrði römmuð inn. Enn er hægt að styrkja málefnið inn á söfnunarsjóðnum Vinir Ólavíu á reikning: 0515-26-450719, kt: 450719-0130. Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad.Vísir/Arnar Ólavía segist hafa áhyggjur af því að börn séu kannski hrædd þegar þau koma fyrst inn á Barnaspítalann en tekur fram að það sé ekkert að hræðast og að allir sem starfi þar séu „frábært fólk“. „Ég labbaði fyrst í hús og síðan tók mamma vídéó af mér og setti inn á Íbúar á Akranesi og þá pöntuðu næstum 300 manns og svo fórum við bara að selja myndirnar,“ segir Ólavía sem segir fólk vera mjög ánægt með myndirnar og að flestir séu búnir að hengja hana upp á vegg hjá sér. Orðin eins og stórstjarna Liv segir að Ólavía hafi fengið hugmyndina algjörlega upp á sínar eigin spýtur. Ólavía hafi tilkynnt henni fyrir tíu dögum að hún ætlaði sér að selja myndir og safna fyrir Barnaspítalann. „Hún fór út og labbaði upp og niður götuna þar sem við eigum heima og seldi myndir. Hún gerði þetta í nokkra daga og náði ágætri upphæð. Síðan ákváðum við að færa þetta aðeins upp á skaftið og setja á Facebook og þá sprakk allt í höndunum á okkur. Þá var farið í það að fjölfalda og nú er hún búin að sitja sveitt að skrifa nafnið sitt og árita svo hún er bara orðin eins og ekta listamaður eins og Tolli eða Erró.“ Er hún bara orðin eins og stórstjarna? „Það má segja það. Við fórum út í búð í vikunni og það kom bara fólk og rétti henni pening. Það er bara svolítið þannig. Það þekkja allir Ólavíu á Akranesi.“ Liv tekur fram að starfsfólk á spítalanum hafi verið himinlifandi þegar að Ólavía tilkynnti þeim að hún væri búin að safna 700 þúsund krónum. Börn og uppeldi Landspítalinn Krakkar Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
„Fannst mér eiginlega bara að ég ætti að safna fyrir Barnaspítalann því hann hefur gert svo mikið fyrir mig. Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið,“ sagði í Ólavía. Hvað vonastu til þess að Barnaspítalinn noti peninginn í? „Grjónapúða og eitthvað til að hjálpa börnum að líða ekki illa.“ Algjört kraftaverkabarn Ólavía á langa sögu á spítalanum að baki en hún greindist fimm ára með krabbamein og var síðan endurgreind ári seinna með stjarnfrumuæxli í heila. Liv Åse Skarstad, móðir Ólavíu, segir að Ólavíu hafi verið gefnar nokkrar vikur á sínum tíma en sé frísk í dag. „Hún fékk svo sannkallaða kraftaverkameðferð því hún er fyrsta barnið á Íslandi sem að fór í líftæknimeðferð og það var tveggja ára ferli sem við áttum ekki von á að hún myndi klára. Hún væri ekki hér í dag nema út af henni og út af þessu flotta starfsfólki á Barnaspítalanum.“ Svo hún er bara sannkallaða kraftaverkabarn? „Algjört, það er bara þannig.“ Ólavía ásamt móður sinni.Vísir/Arnar Enn hægt að styrkja málefnið Fréttastofa fylgdi Ólavíu þegar hún heimsótti leikstofu Barnaspítalans og afhenti myndir. Mikil gleði greip um sig þegar börn á spítalanum fengu teiknaða mynd af Akrafjalli. Forstöðukona leikstofunnar fékk einnig eintak af myndinni sem lofaði að hún yrði römmuð inn. Enn er hægt að styrkja málefnið inn á söfnunarsjóðnum Vinir Ólavíu á reikning: 0515-26-450719, kt: 450719-0130. Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad.Vísir/Arnar Ólavía segist hafa áhyggjur af því að börn séu kannski hrædd þegar þau koma fyrst inn á Barnaspítalann en tekur fram að það sé ekkert að hræðast og að allir sem starfi þar séu „frábært fólk“. „Ég labbaði fyrst í hús og síðan tók mamma vídéó af mér og setti inn á Íbúar á Akranesi og þá pöntuðu næstum 300 manns og svo fórum við bara að selja myndirnar,“ segir Ólavía sem segir fólk vera mjög ánægt með myndirnar og að flestir séu búnir að hengja hana upp á vegg hjá sér. Orðin eins og stórstjarna Liv segir að Ólavía hafi fengið hugmyndina algjörlega upp á sínar eigin spýtur. Ólavía hafi tilkynnt henni fyrir tíu dögum að hún ætlaði sér að selja myndir og safna fyrir Barnaspítalann. „Hún fór út og labbaði upp og niður götuna þar sem við eigum heima og seldi myndir. Hún gerði þetta í nokkra daga og náði ágætri upphæð. Síðan ákváðum við að færa þetta aðeins upp á skaftið og setja á Facebook og þá sprakk allt í höndunum á okkur. Þá var farið í það að fjölfalda og nú er hún búin að sitja sveitt að skrifa nafnið sitt og árita svo hún er bara orðin eins og ekta listamaður eins og Tolli eða Erró.“ Er hún bara orðin eins og stórstjarna? „Það má segja það. Við fórum út í búð í vikunni og það kom bara fólk og rétti henni pening. Það er bara svolítið þannig. Það þekkja allir Ólavíu á Akranesi.“ Liv tekur fram að starfsfólk á spítalanum hafi verið himinlifandi þegar að Ólavía tilkynnti þeim að hún væri búin að safna 700 þúsund krónum.
Börn og uppeldi Landspítalinn Krakkar Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira