Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 12:01 Arnar Gunnlaugsson segir fara vel um menn í Andorra. vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0. Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Víkingar njóta sín vel í fjallaloftinu á Pýreneafjallskaganum. Þeir höfðu rými til að mæta fyrr út en venjulega og nýttu sér það, ekki síst til að venjast þynnra lofti en menn eru vanir í flatlendi Reykjavíkur. „Þetta er bara mjög gott. Við tókum aðeins öðruvísi ferð en áður. Við flugum til Barcelona á mánudeginum og gistum þar eina nótt og vorum komnir snemma til Andorra. Einmitt bara út af aðeins öðruvísi aðstæðum, að menn þyrftu að venjast því að vera svona hátt uppi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadeild Vísis. „Við höfum náð tveimur æfingum líka, við höfum venjulega bara náð einni æfingu fyrir þessa leiki erlendis. Við erum búnir að leggja aðeins meira í þessa ferð enda kannski aðeins meira undir,“ bætir hann við. Fríið kærkomið Það hafi komið sér vel að fá frí um helgina. Víkingur átti að mæta KR í Bestu deild karla en þeim leik frestað vegna mikilvægis Evrópueinvígisins. Víkingar eru nú aðeins leik kvöldsins frá sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. „Það var mjög gott. Við náðum fínni æfingu heima á sunnudeginum og gefur mönnum aðeins tækifæri til að hlaða batteríin fyrir þessa næstu lotu. Það núna náttúrulega Valsleikur á sunnudaginn en eftir það kemur fín hvíld í landsleikjahléinu. Við erum að hugsa þetta í ákveðnum lotum þessa stundina,“ segir Arnar. Ætlar ekki að hvíla menn Aðeins tvær umferðir eru eftir af Bestu deild karla fyrir skiptingu deildarkeppninnar í tvennt. Víkingur á að vísu þrjá leiki eftir vegna áðurnefndrar frestunar KR-leiksins, og baráttan er hörð við Breiðablik um efsta sæti deildarinnar. Víkingur á stórleik við Val á mánudaginn kemur en Arnar segir þann leik ekki vera í hans huga við liðsvalið í kvöld. „Nei. Þetta er alveg gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld. Það eru auðvitað einhverjar 99,9 prósent líkur á að við séum komnir áfram. En þetta skiptir miklu máli upp á seeding, stigasöfnun og þess háttar í Evrópukeppninni til að tryggja okkur betri stað á næsta ári, vonandi,“ segir Arnar. „Líka bara til að halda skriðþunganum gangandi. Þú vilt ekki fara inn í Valsleikinn með súrt bragð í munni hafandi sýnt lélega frammistöðu og þess háttar. Það er líka bara mikilvægt hvernig leikmenn og starfslið koma fram fyrir hönd klúbbsins. Við höfum sett ákveðin staðal síðustu fimm ár sem við viljum halda í,“ bætir Arnar við. Hálfkák ekki í boði Menn mæta sem sagt ekki til leiks hugsandi um að halda fengnum hlut? Verandi 5-0 yfir í einvíginu. „Ég man ekki alveg hvort maður hefur verið í þessari stöðu áður sem leikmaður. En auðvitað ferðu kannski ekki af sama krafti í tæklingar og ferð mögulega í aðgerðir með einhverju hálfkáki. En það er bara ekki í boði í kvöld,“ „Við verðum að stíga á bensíngjöfina. Ég hef talað oft um það að útileikir eru bara allt annað dæmi. Þeir eru 5-0 undir og munu reyna að ná marki á fyrsta korterinu, vera aggressívir. Við þurfum að jafnast á við það og vera klókir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Arnar. Leikur Santa Coloma og Víkings hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli Kjartansson mun hita upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingum frá klukkan 17:30.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira