Víkingar sluppu við stórliðin en mæta Gumma Tóta Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Víkingar eiga fyrir höndum sex leiki í Sambandsdeildinni og spila fram til jóla. vísir/Diego Víkingar fengu í dag að vita hvaða sex liðum þeir mæta í nýrri Sambandsdeild Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi. Nýtt fyrirkomulag er í Sambandsdeildinni í ár og munu 36 lið spila saman í einni deild. Þeim var skipt í sex styrkleikaflokka og mætir Víkingur einu liði úr hverjum flokki, ýmist á heima- eða útivelli. Víkingar fengu ekkert af stærstu liðunum, líkt og Chelsea eða Fiorentina, en munu ferðast til Austurríkis, Kýpur og Armeníu. Andstæðingar Víkinga eru: LASK frá Austurríki (ú), Djurgården frá Svíþjóð (h), Omonoia frá Kýpur (ú), Cercle Brugge frá Belgíu (h), Borac frá Bosníu (h) og Noah frá Armeníu (ú). Það ræðst á morgun nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður, en leikið verður fram til jóla. Þess má til gamans geta að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála félagsins, urðu Svíþjóðarmeistarar á sínum tíma með Djurgården. Þá lék Kári með kýpverska liðinu Omonoia. Armenska liðið Noah er svo með Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson, eða Gumma Tóta, í sínum herbúðum. Albert, Sverrir og fleiri með í keppninni Af leikjum annarra liða má nefna Chelsea, FC Kaupmannahöfn sem enn er með Rúnar Alex Rúnarsson og Orra Óskarsson innanborðs, og Fiorentina, nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, en þessi þrjú lið voru í efsta styrkleikaflokki. Þá er Íslendingaliðið Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, einnig með í keppninni. Chelsea: Gent (h), Heidenheim (ú), Astana (ú), Shamrock Rovers (h), Panathinaikos (ú), Noah (h). FC Kaupmannahöfn: Real Betis (ú), Basaksehir (h), Rapid (ú), Hearts (h), Jagiellonia (h), Dinamo Minsk (ú). Fiorentina: LASK (h), APOEL (ú), Vitoria (ú), The New Saints (h), St. Gallen (ú), Pafos (h). Panathinaikos: Chelsea (h), Djurgården (ú), HJK Helsinki (h), The New Saints (ú), Borac (ú), Dinamo Minsk (h). FC Noah: Chelsea (ú), APOEL (h), SK Rapid (ú), Mladá Boleslav (h), TSC (ú), Víkingur (h). Leikjadagskrá hvers einasta liðs má finna með því að smella hér. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM) Leikdagarnir í Sambandsdeildinni eru þessir: 3. október, 24. október, 7. nóvember, 28. nóvember, 12. desember og 19. desember. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag er í Sambandsdeildinni í ár og munu 36 lið spila saman í einni deild. Þeim var skipt í sex styrkleikaflokka og mætir Víkingur einu liði úr hverjum flokki, ýmist á heima- eða útivelli. Víkingar fengu ekkert af stærstu liðunum, líkt og Chelsea eða Fiorentina, en munu ferðast til Austurríkis, Kýpur og Armeníu. Andstæðingar Víkinga eru: LASK frá Austurríki (ú), Djurgården frá Svíþjóð (h), Omonoia frá Kýpur (ú), Cercle Brugge frá Belgíu (h), Borac frá Bosníu (h) og Noah frá Armeníu (ú). Það ræðst á morgun nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður, en leikið verður fram til jóla. Þess má til gamans geta að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála félagsins, urðu Svíþjóðarmeistarar á sínum tíma með Djurgården. Þá lék Kári með kýpverska liðinu Omonoia. Armenska liðið Noah er svo með Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson, eða Gumma Tóta, í sínum herbúðum. Albert, Sverrir og fleiri með í keppninni Af leikjum annarra liða má nefna Chelsea, FC Kaupmannahöfn sem enn er með Rúnar Alex Rúnarsson og Orra Óskarsson innanborðs, og Fiorentina, nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, en þessi þrjú lið voru í efsta styrkleikaflokki. Þá er Íslendingaliðið Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, einnig með í keppninni. Chelsea: Gent (h), Heidenheim (ú), Astana (ú), Shamrock Rovers (h), Panathinaikos (ú), Noah (h). FC Kaupmannahöfn: Real Betis (ú), Basaksehir (h), Rapid (ú), Hearts (h), Jagiellonia (h), Dinamo Minsk (ú). Fiorentina: LASK (h), APOEL (ú), Vitoria (ú), The New Saints (h), St. Gallen (ú), Pafos (h). Panathinaikos: Chelsea (h), Djurgården (ú), HJK Helsinki (h), The New Saints (ú), Borac (ú), Dinamo Minsk (h). FC Noah: Chelsea (ú), APOEL (h), SK Rapid (ú), Mladá Boleslav (h), TSC (ú), Víkingur (h). Leikjadagskrá hvers einasta liðs má finna með því að smella hér. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM) Leikdagarnir í Sambandsdeildinni eru þessir: 3. október, 24. október, 7. nóvember, 28. nóvember, 12. desember og 19. desember.
Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira