Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Áður hefur komið fram að lögregla hafi gert kröfu um geðrannsókn á hinum grunaða. Þegar hefur verið fallist á þá kröfu. Eldri gæsluvarðhaldsúrskurður rann úr gildi í dag.
Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað fyrir viku síðan og sama dag var maður handtekinn í Reykjavík grunaður um banatilræðið. Að sögn lögreglu hefur rannsókn málsins miðað vel. Krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið lögð fram með tilliti til rannsóknarhagsmuna.