Um er að ræða 110 fermetra íbúð á þriðju hæð í húsi sem var byggt árið 1964. Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð er 94,9 milljónir.
Heimilið er í afslöppuðum bóhemískum og rómantískum stíl þar sem dökk húsgögn í bland við hlýlega litatóna, náttúrulegan efnivið og litríka innanstokkmuni mynda sjarmerandi heildarmynd.
Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu rými og björtu rými með stórum gluggum.
Svört innrétting með gylltum höldum og svartri borðplötu prýðir eldhúsið. Á veggnum fyrir ofan innréttinguna eru opnar hillur sem leyfa fallegum glösum að njóta sín.
Eins og sjá á myndum á fasteignavef Vísis er heimilið smekklega innréttað.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




