Már synti 100 metra baksundið á 1:10.21 mín. sem er nýtt Íslandsmet sem hann átti sjálfur áður og var 1:10.36 mín.
Þetta var mjög flott sund hjá okkar manni og mun betra sund hjá honum en í undanrásunum.
Úkraínumaðurinn Mykhailo Serbin varð Ólympíumeistari á nýju heimsmeti á 1:05.84 mín. Silfrið fór til Tékkans David Kratochvíl og bronsið til Úkraínumannsins Danylo Chufarov.