Benedikt festi kaup á íbúðinni árið 2020 og greiddi 57,3 milljónir. Benedikt er sonur Bjarna Benediktssonar forsætirsráðherra Íslands og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa.
Hlýlegt og stílhreint
Um er að ræða 108 fermetra íbúð á fyrstu hæð í fjögurra hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2020.
Heimili Sunnevu og Benedikt er innréttað í hlýlegum og mínímalískum stíl þar sem mildir litatónar, náttúrulegur efniviður og hönnunarmublur er í aðalhlutverki.
Stofa, borðstofa og eldhús renna saman í eitt í opnu og björtu alrými með gólfsíðum gluggum og sjávarútsýni. Í eldhúsinu er hvít og dökk innrétting með ljósum stein á borðum og á eldhúseyju. Þaðan er útgengt er litlar svalir.


