„Eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 20:16 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar hér sigurmarki sínu á móti enska landsliðinu á Wembley í byrjun júnímánaðar. Getty/Richard Pelham Jón Dagur Þorsteinsson var hetja íslenska landsliðsins síðasta vor þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Englendingum á Wembley. Nú er komið að næsta verkefni landsliðsins. Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira