Rosenborg sló spænska liðið Atlético Madrid út í dag er liðin mættust á Englandi, þar sem riðill 3 er spilaður.
Framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfti til, eftir að Rosenborg náði að jafna metin í 1-1 í uppbótartíma venjulegs leiktíma, og Atlético náði að jafna í 2-2 í lok framlengingarinnar.
Í vítaspyrnukeppninni nýtti Rosenborg svo þrjár spyrnur en Atlético aðeins tvær og því gátu Selma og stöllur hennar fagnað dísætum sigri.
Selma var að vanda í byrjunarliði Rosenborgar en var skipt af velli skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma, þá með gult spjald á bakinu.
Rosenborg mætir svo sigurliðinu úr leik Arsenal og Rangers í úrslitaleik á laugardagskvöld.