Tími er auðlind - átt þú tíma fyrir barnið þitt? Sabína Steinunn Halldórsdóttir skrifar 4. september 2024 16:01 Mér hefur í gegnum tíðina verið tírætt um samveru og gæðastundir. Ég sé reglulega fallegar tilvitnanir þess efnis að börn muni ekki sinn besta dag við skjáinn - en þau muni sínar bestu stundir með forráðamönnum. Eins tilvitnanir þar sem við fullorðna fólkið erum minnt á að börnin eru mjög stutt ung - lítil og stækki á ógnarhraða. Þá kemur upp í hugann góð setning sem var eitt sinn sögð við mig þegar ég var nokkuð þreytt í móðurhlutverkinu „mundu að dagarnir geta verið langir en árin eru stutt“. Hvað reynist mér best - hvað er mitt mat? Svarið mitt á löngu dögunum er ÚTIVERA - samvera úti í náttúrunni, gæðastund án allra markmiða, engin kvöð um tíma, kílómetra eða ákefð. Bara VERA - tilfellið er að náttúran hefur jákvæð áhrif á heilsuna okkar, sefar kerfin, lækkar hvíldarpúls, lækkar blóðþrýsting, lækkar stress hormón og léttir lund, sérstaklega ef þú mætir náttúrunni í hæglæti með barni. Japanskir vísindamenn hafa um árabil fært heiminum rannsóknir um gildi skógarbaða. Þar í landi má finna heilu skógana sem eru einvörðungu notaðir til slíkra baða. Hér er ekki átt við bað með sápu heldur skóga þar sem markmiðið er hæglæti, faðma tré og taka inn með öllum skynfærunum átta jákvæða orku. Hlusta á náttúruna og heyra hvað hún er að segja, ilma af gróðrinum markvisst, horfa og sjá, finna fyrir undirlagi og áferð allt í kringum okkur. Engin sérstök tæki og tól önnur en líkaminn að draga til sín orku án allra utanaðkomandi áreita, samfélagsmiðla og skarkala mannmergðar. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á jákvæð áhrif skógarbaða á hina ýmsu lífstílssjúkdóma, þunglyndi, kvíða, stress svo ekki sé talað um svefngæði og fleira og fleira. Skógarbað hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar heldur líka stórkostleg áhrif á félagslega heilsu, tengslamyndun og heildstætt á þroska barna. Tengslamyndun er einmitt ein af forsendum þess að börn þroskist eðlilega. Talið er að fyrstu 3 - 5 árin skipti sköpum og hafi umtalsverð áhrif á allt líf einstaklinga. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á mikilvægi tengslamyndunar fyrir heilsu okkar í nýjasta hlaðvarpsþætti "Með lífið í lúkunum" sem Erla Guðmundsdóttir stýrir. Þátturinn er að mínu mati skyldu hlustun. Kristín er hafsjór af upplýsingum og vitnar í fjölda rannsókna sér til stuðnings. Góð tengslamyndun á yngri árum er forsenda þess að barn myndi góð tengsl sjálft á eldri árum. Sem kemur okkur einmitt að loka hnykknum á þessum pistli mínum. Tími, samvera, gæðastund í náttúrunni, skógarbað, er eitt besta verkfærið sem völ er á fyrir tengslamyndun. Þó bæði barn og forráðamaður séu þreytt í lok dags þá hvílir græn náttúran okkur. Gefur tækifæri til að ræða verkefni dagsins, gefa skynfærunum tækifæri til að njóta sín og hreinlega hvílast, endurhlaða sig, og róar taugakerfið. Hér talar konan af reynslu og ávinningurinn er undantekningar laust meiri einbeiting við frjálsan leik þegar heim er komið, minni skjátími ef nokkur, betri svefn, betri matarlyst og betri einbeiting við kvöld lesturinn. Markmið okkar eru misjöfn í lífinu og forsendur misjafnar. Markmið eru af hinu góða fyrir suma og forráðamenn margir hverjir með háleit markmið um svo og svo marga km, tinda og skref daglega. Sumir hafa ekki tíma fyrir slík markmið vegna anna í vinnu og ójöfnuðar í samfélagi okkar. Enn fleiri setja gæðastundir í öndvegi. Hvað sem öllu líður þá erum við öll alltaf að reyna okkar besta - vera nógu góðir forráðamenn og viljum verja tíma með börnunum okkar. Hvet ykkur til að setja gæðastundir í forgang barnanna vegna. Nýta tímann vel þegar þau eru ung því sá tími kemur ekki aftur. Gæðastund innandyra er frábær en úti í náttúrunni fáið þið stærra og meira áreiti fyrir skynfærin ykkar, fyrir heilsu barnanna. Til að breyta hegðun er betra að bæta við einhverju í stað þess að hætta öðru á einum degi. Tíu mínútur í náttúrunni á dag er æðisleg byrjun. Tuttugu mínútur annan hvern dag meiriháttar, 30 mínútur annan hvern dag vikuna þar eftir og þannig bæta í alveg þar til þið getið ekki án gæðasunda verið daglega. Tími er dýrmæt auðlind - munið að njóta en ekki þjóta;) M.ed. íþrótta- og heilsufræðingur með áherslu á heilsu barna. Eigandi Færni til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Mér hefur í gegnum tíðina verið tírætt um samveru og gæðastundir. Ég sé reglulega fallegar tilvitnanir þess efnis að börn muni ekki sinn besta dag við skjáinn - en þau muni sínar bestu stundir með forráðamönnum. Eins tilvitnanir þar sem við fullorðna fólkið erum minnt á að börnin eru mjög stutt ung - lítil og stækki á ógnarhraða. Þá kemur upp í hugann góð setning sem var eitt sinn sögð við mig þegar ég var nokkuð þreytt í móðurhlutverkinu „mundu að dagarnir geta verið langir en árin eru stutt“. Hvað reynist mér best - hvað er mitt mat? Svarið mitt á löngu dögunum er ÚTIVERA - samvera úti í náttúrunni, gæðastund án allra markmiða, engin kvöð um tíma, kílómetra eða ákefð. Bara VERA - tilfellið er að náttúran hefur jákvæð áhrif á heilsuna okkar, sefar kerfin, lækkar hvíldarpúls, lækkar blóðþrýsting, lækkar stress hormón og léttir lund, sérstaklega ef þú mætir náttúrunni í hæglæti með barni. Japanskir vísindamenn hafa um árabil fært heiminum rannsóknir um gildi skógarbaða. Þar í landi má finna heilu skógana sem eru einvörðungu notaðir til slíkra baða. Hér er ekki átt við bað með sápu heldur skóga þar sem markmiðið er hæglæti, faðma tré og taka inn með öllum skynfærunum átta jákvæða orku. Hlusta á náttúruna og heyra hvað hún er að segja, ilma af gróðrinum markvisst, horfa og sjá, finna fyrir undirlagi og áferð allt í kringum okkur. Engin sérstök tæki og tól önnur en líkaminn að draga til sín orku án allra utanaðkomandi áreita, samfélagsmiðla og skarkala mannmergðar. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á jákvæð áhrif skógarbaða á hina ýmsu lífstílssjúkdóma, þunglyndi, kvíða, stress svo ekki sé talað um svefngæði og fleira og fleira. Skógarbað hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar heldur líka stórkostleg áhrif á félagslega heilsu, tengslamyndun og heildstætt á þroska barna. Tengslamyndun er einmitt ein af forsendum þess að börn þroskist eðlilega. Talið er að fyrstu 3 - 5 árin skipti sköpum og hafi umtalsverð áhrif á allt líf einstaklinga. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á mikilvægi tengslamyndunar fyrir heilsu okkar í nýjasta hlaðvarpsþætti "Með lífið í lúkunum" sem Erla Guðmundsdóttir stýrir. Þátturinn er að mínu mati skyldu hlustun. Kristín er hafsjór af upplýsingum og vitnar í fjölda rannsókna sér til stuðnings. Góð tengslamyndun á yngri árum er forsenda þess að barn myndi góð tengsl sjálft á eldri árum. Sem kemur okkur einmitt að loka hnykknum á þessum pistli mínum. Tími, samvera, gæðastund í náttúrunni, skógarbað, er eitt besta verkfærið sem völ er á fyrir tengslamyndun. Þó bæði barn og forráðamaður séu þreytt í lok dags þá hvílir græn náttúran okkur. Gefur tækifæri til að ræða verkefni dagsins, gefa skynfærunum tækifæri til að njóta sín og hreinlega hvílast, endurhlaða sig, og róar taugakerfið. Hér talar konan af reynslu og ávinningurinn er undantekningar laust meiri einbeiting við frjálsan leik þegar heim er komið, minni skjátími ef nokkur, betri svefn, betri matarlyst og betri einbeiting við kvöld lesturinn. Markmið okkar eru misjöfn í lífinu og forsendur misjafnar. Markmið eru af hinu góða fyrir suma og forráðamenn margir hverjir með háleit markmið um svo og svo marga km, tinda og skref daglega. Sumir hafa ekki tíma fyrir slík markmið vegna anna í vinnu og ójöfnuðar í samfélagi okkar. Enn fleiri setja gæðastundir í öndvegi. Hvað sem öllu líður þá erum við öll alltaf að reyna okkar besta - vera nógu góðir forráðamenn og viljum verja tíma með börnunum okkar. Hvet ykkur til að setja gæðastundir í forgang barnanna vegna. Nýta tímann vel þegar þau eru ung því sá tími kemur ekki aftur. Gæðastund innandyra er frábær en úti í náttúrunni fáið þið stærra og meira áreiti fyrir skynfærin ykkar, fyrir heilsu barnanna. Til að breyta hegðun er betra að bæta við einhverju í stað þess að hætta öðru á einum degi. Tíu mínútur í náttúrunni á dag er æðisleg byrjun. Tuttugu mínútur annan hvern dag meiriháttar, 30 mínútur annan hvern dag vikuna þar eftir og þannig bæta í alveg þar til þið getið ekki án gæðasunda verið daglega. Tími er dýrmæt auðlind - munið að njóta en ekki þjóta;) M.ed. íþrótta- og heilsufræðingur með áherslu á heilsu barna. Eigandi Færni til framtíðar.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun