Vildu lyfjaprófa leikmenn sem létust fyrir löngu síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 22:21 Erling Haaland var einn af þeim sem var tekinn í lyfjapróf en honum vantar tvö mörk til að jafna markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Norska lyfjaeftirlitið er ekki að koma vel út eftir að fulltrúar þess mættu til að lyfjaprófa leikmenn í norska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar. Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira