Alex Morgan ófrísk og að hætta í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 18:03 Alex Morgan hefur ákveðið að segja þetta gott í fótboltanum og á bara eftir að spila einn kveðjuleik um komandi helgi. Getty/Brad Smith Bandaríska fótboltastjarnan Alex Morgan hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en þetta tilkynnti hún í myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Morgan sagði einnig frá því að hún sé ófrísk af sínu öðru barni. Morgan eignaðist dótturina April í maí 2020 en kom þá til baka inn á fótboltavöllinn. Nú eiga hún og eiginmaðurinn von á öðru barni. Morgan ætlar samt að spila einn leik í viðbót með San Diego Wave en sá leikur verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. „Ég er svo fullviss um þessa ákvörðun og ég er svo ánægð með að geta loksins sagt ykkur frá þessu,“ sagði Alex Morgan. „Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þessi ákvörðun var vissulega ekki auðveld en í byrjun ársins þá fann ég það í mínu hjarta og í minni sál að þetta yrði síðasta tímabilið mitt í fótboltanum,“ sagði Morgan. World Cup 🏆🏆Olympics 🥇Champions League 🏆U-20 World Cup 🏆NWSL 🏆NWSL Shield 🏆NWSL Challenge Cup 🏆Division 1 Féminine 🏆Concacaf Championship🏆🏆🏆Concacaf W Gold Cup 🏆Legendary Alex Morgan announces she is retiring from football—her final game is on Sunday 🫡 pic.twitter.com/oTlG4WKSCP— B/R Football (@brfootball) September 5, 2024 Morgan er 35 ára gömul og varð sínum tíma tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Hún er fimmta markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna í sögunni með 123 mörk í 224 leikjum. Morgan var þó ekki valinn í hópinn hjá Emmu Hayes fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Morgan lék sinn fyrsta landslið árið 2010 og varð fljótlega byrjunarliðskona í liðinu. Hún var ein stærsta stjarna liðsins í langan tíma og leiðtogi liðsins þegar þær bandarísku urðu síðast heimsmeistarar árið 2019. Morgan skoraði þá sex mörk í keppninni. „Ég ólst upp í þessu liði og þetta var svo miklu meira en bara fótbolti. Það var svo ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að spila í landsliðinu í fimmtán ár. Ég lærði svo mikið um mig sjálfa á þessum tíma og þar eiga liðsfélagarnir mikinn heiður skilinn. Ég er svo stolt af því hvert þetta landslið okkar er að stefna og ég verð aðdáandi bandaríska kvennalandsliðsins um ókomna tíð,“ sagði Morgan. Thank you🫶 pic.twitter.com/8BkofVOh3s— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024 Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Morgan sagði einnig frá því að hún sé ófrísk af sínu öðru barni. Morgan eignaðist dótturina April í maí 2020 en kom þá til baka inn á fótboltavöllinn. Nú eiga hún og eiginmaðurinn von á öðru barni. Morgan ætlar samt að spila einn leik í viðbót með San Diego Wave en sá leikur verður á móti North Carolina Courage á sunnudaginn. „Ég er svo fullviss um þessa ákvörðun og ég er svo ánægð með að geta loksins sagt ykkur frá þessu,“ sagði Alex Morgan. „Þetta hefur verið lengi á leiðinni. Þessi ákvörðun var vissulega ekki auðveld en í byrjun ársins þá fann ég það í mínu hjarta og í minni sál að þetta yrði síðasta tímabilið mitt í fótboltanum,“ sagði Morgan. World Cup 🏆🏆Olympics 🥇Champions League 🏆U-20 World Cup 🏆NWSL 🏆NWSL Shield 🏆NWSL Challenge Cup 🏆Division 1 Féminine 🏆Concacaf Championship🏆🏆🏆Concacaf W Gold Cup 🏆Legendary Alex Morgan announces she is retiring from football—her final game is on Sunday 🫡 pic.twitter.com/oTlG4WKSCP— B/R Football (@brfootball) September 5, 2024 Morgan er 35 ára gömul og varð sínum tíma tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Hún er fimmta markahæsta landsliðskona Bandaríkjanna í sögunni með 123 mörk í 224 leikjum. Morgan var þó ekki valinn í hópinn hjá Emmu Hayes fyrir Ólympíuleikana í París í sumar. Morgan lék sinn fyrsta landslið árið 2010 og varð fljótlega byrjunarliðskona í liðinu. Hún var ein stærsta stjarna liðsins í langan tíma og leiðtogi liðsins þegar þær bandarísku urðu síðast heimsmeistarar árið 2019. Morgan skoraði þá sex mörk í keppninni. „Ég ólst upp í þessu liði og þetta var svo miklu meira en bara fótbolti. Það var svo ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að spila í landsliðinu í fimmtán ár. Ég lærði svo mikið um mig sjálfa á þessum tíma og þar eiga liðsfélagarnir mikinn heiður skilinn. Ég er svo stolt af því hvert þetta landslið okkar er að stefna og ég verð aðdáandi bandaríska kvennalandsliðsins um ókomna tíð,“ sagði Morgan. Thank you🫶 pic.twitter.com/8BkofVOh3s— Alex Morgan (@alexmorgan13) September 5, 2024
Bandaríski fótboltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira