San Marínó vann þá 1-0 sigur á Liechtenstein í D-deild Þjóðadeildarinnar.
San Marínó hafði ekki unnið landsleik í tuttugu ár eða síðan þeir unnu 1-0 á móti einmitt Liechtenstein í apríl 2004.
Nicko Sensoli var hetja kvöldsins því hann skoraði eina mark leiksins á 53. mínútu.
Liechtenstein kom boltanum í markið í fyrri hálfleik en myndbandsdómarar dæmdu það af vegna rangstöðu.
San Marinó lék 140 leiki í röð án þess að vinna. Liðið skoraði aðeins 22 mörk í þessum leikjum.
Fimm af leikmönnum liðsins í kvöld voru ekki fæddir þegar landsliðið fagnaði síðast sigri.