Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir og Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifa 6. september 2024 18:31 Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun