„Getur farið þangað og brosað framan í þá þegar við erum búnir að klára Wales“ Kái Mímisson skrifar 6. september 2024 19:17 Ólafur Ingi var eðlilega sáttur að leik loknum. Vísir/Anton Brink Það var létt yfir Ólafi Inga Skúlasyni, þjálfara íslenska U21 árs landsliðsins eftir glæsilegan sigur liðsins gegn Dönum nú í dag. „Við eigum mjög góðan leik hér á heimavelli og gerðum það sem við lögðum upp með. Það var í fyrsta lagi að vinna þennan leik sem mér fannst við eiga skilið, frammistaðan var heilt yfir mjög góð. Þannig að ég er bara mjög glaður.“ Spurður út í leikinn segir Ólafur að liðið hafi átt erfiðan kafla í fyrri hálfleik þegar Danir skora fyrra markið. Liðið hafi hins vegar sýnt mikinn karakter eftir það unnið verðskuldað. „Mér fannst fyrstu fimm mínúturnar vera fínar. Það var góð orka í okkur og við þorðum aðeins að stíga en svo verðum við eitthvað ragir, förum ekki alla leið í pressunni og látum þá taka stjórnina á leiknum. Þeir eru góðir þegar þeir fá tíma á boltann. Þannig að það var svona 25 mínútna kafli þar sem við vorum aðeins að finna okkur og vorum að elta þá. Náum svo jöfnunarmarkinu og í leiðinni náum við aðeins tökum á pressunni og hvernig við vildum pressa og vísa þeim í þau svæði sem að við vildum. Við vissum að það yrðu möguleikar á skyndisóknum gegn þeim. Það var gott að fara inn með 2-1 í hálfleik en mér fannst við byrja seinni hálfleikinn frekar sloppý. Fáum á okkur mark úr skyndisókn en svo gerum við ótrúlega vel í að klára leikinn, sínum mikinn karakter og verðskuldum þennan sigur.“ Fór eitthvað um þig þegar þeir jafna strax í upphafi fyrri hálfleiks? „Nei, mér fannst þetta aðallega bara pirrandi að bjóða upp á þetta því þetta var miklu meira við að bjóða upp á þetta heldur en þeir að gera eitthvað vel. Það fór svo sem ekkert um mig en ég sagði það fyrir leik að það væri erfitt að skora mörk í alþjóðlegum fótbolta en við skoruðum fjögur í dag en þau hefðu getað verið fleiri. Við náum að skapa okkur fullt af færum og fullt af stöðum sem við hefðum getað farið örlítið betur með. Maður getur samt ekki klagað eða vælt yfir því að skora fjögur mörk.“ Kristall Máni Ingason var frábær í dag og skoraði þrjú mörk. Ólafur segir að hann geti farið glaður heim eftir að liðið klári Wales á þriðjudaginn. „Frammistaða hans var frábær í dag eins og hjá öllum. Hann er virkilega góður leikmaður eins og þessir strákar eru allir. Það er auðvitað frábært fyrir hann að skora þrennu gegn Dönum. Hann er að spila með mínu gamla félagi Sönderjyske og hann getur farið þangað og brosað framan í þá þegar við erum búnir að klára Wales.“ Næst er það Wales á þriðjudaginn, hvernig leggst það í þig? „Það leggst bara vel í mig. Nú þurfum við að einbeita okkur að þeim leik. Við þurfum að vinna í þessum sömu þáttum og við gerðum í dag. Það er náttúrulega mínus að fá á okkur tvö mörk, við þurfum að ná að loka aðeins betur fyrir og vinna í nokkrum hlutum sem að hefðu alveg getað verið betri í dag. Þannig að við þurfum að líta inn á við og laga það sem þarf að laga. Wales er með hörku lið þannig að við þurfum að vera mættir hér á þriðjudaginn.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Danmörk 4-2 | Kristall skein skært í mögnuðum sigri Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu hóf undankeppni EM 2025 á frábærum 4-2 sigri á Danmörku. Leikið var í Víkinni og fór Kristall Máni Ingason, núverandi leikmaður Sönderjyske og fyrrverandi leikmaður Víkings, á kostum og skoraði þrennu í mögnuðum sigri Íslands. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 6. september 2024 16:50 Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands U-21 á Danmörku Íslenska U-21 árs landslið karla vann frábæran 4-2 sigur á Danmörku í undankeppni EM 2025 í fótbolta. Kristall Máni Ingason var magnaður og gerði þrennu á meðan Ari Sigurpálsson skoraði eitt. 6. september 2024 18:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
„Við eigum mjög góðan leik hér á heimavelli og gerðum það sem við lögðum upp með. Það var í fyrsta lagi að vinna þennan leik sem mér fannst við eiga skilið, frammistaðan var heilt yfir mjög góð. Þannig að ég er bara mjög glaður.“ Spurður út í leikinn segir Ólafur að liðið hafi átt erfiðan kafla í fyrri hálfleik þegar Danir skora fyrra markið. Liðið hafi hins vegar sýnt mikinn karakter eftir það unnið verðskuldað. „Mér fannst fyrstu fimm mínúturnar vera fínar. Það var góð orka í okkur og við þorðum aðeins að stíga en svo verðum við eitthvað ragir, förum ekki alla leið í pressunni og látum þá taka stjórnina á leiknum. Þeir eru góðir þegar þeir fá tíma á boltann. Þannig að það var svona 25 mínútna kafli þar sem við vorum aðeins að finna okkur og vorum að elta þá. Náum svo jöfnunarmarkinu og í leiðinni náum við aðeins tökum á pressunni og hvernig við vildum pressa og vísa þeim í þau svæði sem að við vildum. Við vissum að það yrðu möguleikar á skyndisóknum gegn þeim. Það var gott að fara inn með 2-1 í hálfleik en mér fannst við byrja seinni hálfleikinn frekar sloppý. Fáum á okkur mark úr skyndisókn en svo gerum við ótrúlega vel í að klára leikinn, sínum mikinn karakter og verðskuldum þennan sigur.“ Fór eitthvað um þig þegar þeir jafna strax í upphafi fyrri hálfleiks? „Nei, mér fannst þetta aðallega bara pirrandi að bjóða upp á þetta því þetta var miklu meira við að bjóða upp á þetta heldur en þeir að gera eitthvað vel. Það fór svo sem ekkert um mig en ég sagði það fyrir leik að það væri erfitt að skora mörk í alþjóðlegum fótbolta en við skoruðum fjögur í dag en þau hefðu getað verið fleiri. Við náum að skapa okkur fullt af færum og fullt af stöðum sem við hefðum getað farið örlítið betur með. Maður getur samt ekki klagað eða vælt yfir því að skora fjögur mörk.“ Kristall Máni Ingason var frábær í dag og skoraði þrjú mörk. Ólafur segir að hann geti farið glaður heim eftir að liðið klári Wales á þriðjudaginn. „Frammistaða hans var frábær í dag eins og hjá öllum. Hann er virkilega góður leikmaður eins og þessir strákar eru allir. Það er auðvitað frábært fyrir hann að skora þrennu gegn Dönum. Hann er að spila með mínu gamla félagi Sönderjyske og hann getur farið þangað og brosað framan í þá þegar við erum búnir að klára Wales.“ Næst er það Wales á þriðjudaginn, hvernig leggst það í þig? „Það leggst bara vel í mig. Nú þurfum við að einbeita okkur að þeim leik. Við þurfum að vinna í þessum sömu þáttum og við gerðum í dag. Það er náttúrulega mínus að fá á okkur tvö mörk, við þurfum að ná að loka aðeins betur fyrir og vinna í nokkrum hlutum sem að hefðu alveg getað verið betri í dag. Þannig að við þurfum að líta inn á við og laga það sem þarf að laga. Wales er með hörku lið þannig að við þurfum að vera mættir hér á þriðjudaginn.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Danmörk 4-2 | Kristall skein skært í mögnuðum sigri Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu hóf undankeppni EM 2025 á frábærum 4-2 sigri á Danmörku. Leikið var í Víkinni og fór Kristall Máni Ingason, núverandi leikmaður Sönderjyske og fyrrverandi leikmaður Víkings, á kostum og skoraði þrennu í mögnuðum sigri Íslands. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 6. september 2024 16:50 Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands U-21 á Danmörku Íslenska U-21 árs landslið karla vann frábæran 4-2 sigur á Danmörku í undankeppni EM 2025 í fótbolta. Kristall Máni Ingason var magnaður og gerði þrennu á meðan Ari Sigurpálsson skoraði eitt. 6. september 2024 18:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Danmörk 4-2 | Kristall skein skært í mögnuðum sigri Íslenska U-21 árs landslið karla í knattspyrnu hóf undankeppni EM 2025 á frábærum 4-2 sigri á Danmörku. Leikið var í Víkinni og fór Kristall Máni Ingason, núverandi leikmaður Sönderjyske og fyrrverandi leikmaður Víkings, á kostum og skoraði þrennu í mögnuðum sigri Íslands. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 6. september 2024 16:50
Sjáðu mörkin úr frábærum sigri Íslands U-21 á Danmörku Íslenska U-21 árs landslið karla vann frábæran 4-2 sigur á Danmörku í undankeppni EM 2025 í fótbolta. Kristall Máni Ingason var magnaður og gerði þrennu á meðan Ari Sigurpálsson skoraði eitt. 6. september 2024 18:01
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti