Segir að Heimir Hallgríms verði að sýna hver sé stjórinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson hlustar á írska þjóðsönginn á meðan aðstoðarmaður hans John O'Shea tekur vel undir. Getty/Stephen McCarthy Fyrrum landsliðsþjálfari Íra hefur smá áhyggjur af því Heimir Hallgrímsson sýni það ekki nógu skýrt hver það sé sem ráði hjá írska fótboltalandsliðinu í dag. Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira