Vildi fara frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 17:02 Kelleher á æfingu með Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara írska landsliðsins Vísir/Getty Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher, leikmaður Liverpool, vildi halda á önnur mið í sumar með þá von í brjósti að verða aðalmarkvörður hjá öðru liði. Ekkert varð af brotthvarfi hans frá félaginu og segir Írinn að ákvörðunin hafi ekki verið í sínum höndum. Kelleher, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool, er aðalmarkvörður írska landsliðsins sem er nú í sínu fyrsta landsliðsverkefni undir stjórn Íslendingsins Heimis Hallgrímssonar. Skömmu eftir að Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands lét hann í ljós áhyggjur sínar af litlum spilatíma Kelleher hjá Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror um Kelleher í júlí. Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðalmarkvörður hjá félagsliði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liverpool þrátt fyrir að félagið hafi hafnað nokkrum tilboðum í hann. Kelleher hefur verið á eftir Alisson í goggunarröðinni og undir lok félagsskiptagluggans gekk Liverpool frá kaupum á Georgíumanninum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Giorgi klárar yfirstandandi tímabil með Valencia og gengur svo til liðs við Liverpool að fullu fyrir næsta tímabil. „Félagið hefur ákveðið að sækja annan markvörð. Utan frá lítur þetta þannig út að félagið hafi ákveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur ávallt verið skýr undanfarin tímabil. Ég vil fara og verða aðalmarkvörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“ Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Kelleher, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool, er aðalmarkvörður írska landsliðsins sem er nú í sínu fyrsta landsliðsverkefni undir stjórn Íslendingsins Heimis Hallgrímssonar. Skömmu eftir að Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands lét hann í ljós áhyggjur sínar af litlum spilatíma Kelleher hjá Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror um Kelleher í júlí. Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðalmarkvörður hjá félagsliði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liverpool þrátt fyrir að félagið hafi hafnað nokkrum tilboðum í hann. Kelleher hefur verið á eftir Alisson í goggunarröðinni og undir lok félagsskiptagluggans gekk Liverpool frá kaupum á Georgíumanninum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Giorgi klárar yfirstandandi tímabil með Valencia og gengur svo til liðs við Liverpool að fullu fyrir næsta tímabil. „Félagið hefur ákveðið að sækja annan markvörð. Utan frá lítur þetta þannig út að félagið hafi ákveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur ávallt verið skýr undanfarin tímabil. Ég vil fara og verða aðalmarkvörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“
Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira