„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:14 Gylfi í baráttunni í leik kvöldsins. Getty Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. „Þetta er svekkjandi. Þeir eru bara mjög gott fótboltalið. Við auðvitað komum til baka að jafna í 1-1 og staðan þannig í hálfleik. En síðan skora þeir bara frábært mark sem kemur þeim í 2-1. Þeir eru marki yfir og við þurfum að reyna að taka sénsa undir lokin. Á móti svona liði er það alltaf hættulegt,“ segir Gylfi við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Hann hrósar tyrkneska liðinu í hástert. Klippa: Gylfi eftir leik í Izmir „Þú sérð bara hvernig þeir spiluðu fótbolta í dag, frábærir leikmenn, góðir tæknilega og núna er að horfa á næsta mánuð. Tveir heimaleikir þar sem þarf að ná í sex stig,“ segir Gylfi. Leikmenn Íslands hafi gert vel að brotna ekki við erfiðar aðstæður, hafandi lent snemma undir. Ísland jafnaði seint í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. „Fyrstu tvær til þrjár mínúturnar voru ekki það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega hérna úti í Tyrklandi. Það hefði getað verið auðvelt að brotna og þeir fengu nokkur hálffæri. Við stóðum þetta af okkur og komumst aftur inn í leikinn en heilt yfir er þetta sanngjörn úrslit,“ segir Gylfi. Hann lítur þá heilt yfir vel á landsliðsgluggann sem er að baki. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur segir Gylfi: „Bara geggjað, yndislegt. Ég verð vonandi kominn í betra form í næsta mánuði ef ég verð með þar. Það er bara margt jákvætt fyrir mig persónulega og fyrir hópinn að reyna að byggja ofan á þessa tvo leiki og taka þetta í næsta mánuði.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
„Þetta er svekkjandi. Þeir eru bara mjög gott fótboltalið. Við auðvitað komum til baka að jafna í 1-1 og staðan þannig í hálfleik. En síðan skora þeir bara frábært mark sem kemur þeim í 2-1. Þeir eru marki yfir og við þurfum að reyna að taka sénsa undir lokin. Á móti svona liði er það alltaf hættulegt,“ segir Gylfi við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Hann hrósar tyrkneska liðinu í hástert. Klippa: Gylfi eftir leik í Izmir „Þú sérð bara hvernig þeir spiluðu fótbolta í dag, frábærir leikmenn, góðir tæknilega og núna er að horfa á næsta mánuð. Tveir heimaleikir þar sem þarf að ná í sex stig,“ segir Gylfi. Leikmenn Íslands hafi gert vel að brotna ekki við erfiðar aðstæður, hafandi lent snemma undir. Ísland jafnaði seint í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. „Fyrstu tvær til þrjár mínúturnar voru ekki það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega hérna úti í Tyrklandi. Það hefði getað verið auðvelt að brotna og þeir fengu nokkur hálffæri. Við stóðum þetta af okkur og komumst aftur inn í leikinn en heilt yfir er þetta sanngjörn úrslit,“ segir Gylfi. Hann lítur þá heilt yfir vel á landsliðsgluggann sem er að baki. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur segir Gylfi: „Bara geggjað, yndislegt. Ég verð vonandi kominn í betra form í næsta mánuði ef ég verð með þar. Það er bara margt jákvætt fyrir mig persónulega og fyrir hópinn að reyna að byggja ofan á þessa tvo leiki og taka þetta í næsta mánuði.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira