Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 10:54 Halla Hrund Logadóttir faðmar Höllu Tómasdóttir eftir kappræður á Stöð 2 í vor. Sú fyrrnefnda mældist um tíma með forskot í skoðanakönnunum en sú síðarnefnda stóð uppi sem sigurvegari á kjördag. Vísir /Vilhelm Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. Langmestu útgjöldin vegna framboðs Höllur Hrundar voru vegna augýsinga og kynningarkostnaðar, ríflega 14,8 milljónir króna, að því er kemur fram í uppgjöri sem var skilað til ríkisendurskoðunar. Fundir og ferðakostnaður nam rúmum 4,6 milljónum króna en annar kostnaður 7,1 milljón. Rekstur kosningaskrifstofu kostaði framboðið tæpar 750.000 krónur. Meirihluta tekna sinn fékk framboðið frá 391 einstaklingi, alls 17,7 milljónir króna. Einstaklingar mega mest gefa forsetaframbjóðanda 400.000 krónur. Lögaðilar styrktu framboðið um rúma sex og hálfa milljón króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu Höllu Hrund voru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, félag í eigu Helga Magnússonar og tvö félög fjárfestisins Sigurðar Gísla Pálmasonar sem gáfu hámarksupphæðina 400.000 krónur hvort. Auk þeirra 1,9 milljóna króna sem Halla Hrund lagði framboðinu til úr eigin vasa gaf félagið Álfheimur ehf., sem hún og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður henna eiga saman, framboðinu 400.000 krónur. Halla Hrund varð þriðja í forsetakosningunum með 15,6 prósent atkvæða. Hún hafði á tímabili mælst með mestan stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Halla Hrund varði hátt í einni og hálfri milljóna króna meira í sitt framboð en Halla Tómasdóttir sem stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna. Báðar Höllurnar eyddu mun minna í sín framboð en Katrín Jakobsdóttir sem endaði í öðru sæti í kosningunum. Hennar kosningabarátta kostaði um 57 milljónir króna. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Langmestu útgjöldin vegna framboðs Höllur Hrundar voru vegna augýsinga og kynningarkostnaðar, ríflega 14,8 milljónir króna, að því er kemur fram í uppgjöri sem var skilað til ríkisendurskoðunar. Fundir og ferðakostnaður nam rúmum 4,6 milljónum króna en annar kostnaður 7,1 milljón. Rekstur kosningaskrifstofu kostaði framboðið tæpar 750.000 krónur. Meirihluta tekna sinn fékk framboðið frá 391 einstaklingi, alls 17,7 milljónir króna. Einstaklingar mega mest gefa forsetaframbjóðanda 400.000 krónur. Lögaðilar styrktu framboðið um rúma sex og hálfa milljón króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu Höllu Hrund voru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, félag í eigu Helga Magnússonar og tvö félög fjárfestisins Sigurðar Gísla Pálmasonar sem gáfu hámarksupphæðina 400.000 krónur hvort. Auk þeirra 1,9 milljóna króna sem Halla Hrund lagði framboðinu til úr eigin vasa gaf félagið Álfheimur ehf., sem hún og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður henna eiga saman, framboðinu 400.000 krónur. Halla Hrund varð þriðja í forsetakosningunum með 15,6 prósent atkvæða. Hún hafði á tímabili mælst með mestan stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Halla Hrund varði hátt í einni og hálfri milljóna króna meira í sitt framboð en Halla Tómasdóttir sem stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna. Báðar Höllurnar eyddu mun minna í sín framboð en Katrín Jakobsdóttir sem endaði í öðru sæti í kosningunum. Hennar kosningabarátta kostaði um 57 milljónir króna.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07