Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 12:33 Heimir Hallgrímsson á langt í land með að sanna sig fyrir Eamon Dunphy, sem landsliðsþjálfari Írlands. Næsta tækifæri gefst 10. og 13. október, í útileikjum við Finnland og Grikkland. Getty/Stephn McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira