Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Pawel Bartoszek skrifar 11. september 2024 14:31 Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn KSÍ Víkingur Reykjavík Laugardalsvöllur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til þess er að láta einhverja aðra borga fyrir stofnkostnaðinn við reksturinn. Í tilfelli knattspyrnuiðnaðarins: fyrir leikvangana og það sem þeim tengist. Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum. Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“. Stundum meika þessi útgjöld einhvern sens og geta nýst í eitthvað skynsamlegt til frambúðar. En stundum bara alls ekki. Nú eru til dæmis Víkingar að fara að spila Sambandsdeild Evrópu í vetur. Knattspyrnusamband Evrópu vill ekki leyfa þeim að spila á Laugardalsvelli að því að reyndist ekki unnt að spila á honum einn leik síðast. Líkt og það sé ekki viðbúið að „force-majeure“ klausan þurfi mögulega að vera notuð þegar spila þarf fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Ein af ástæðum fyrir því að ekki sé hægt að spila hvar sem er „krafa“ um aðskildar stúkur. Það er gert til að aðgreina áhorfendahópa. Þaðan koma líka kröfur um snúningshlið á völlum sem ekkert íslenskt mannvirki uppfyllir raunar og við virðumst fá undanþágu frá. Margt að þessu er kannski skiljanlegt, en það er ekki fullmikil meðvirkni með einhverjum bullukúltúr ef að þú getur ekki látið aðdáendur ólíkra liða horfa saman á leik í eina og sama mannvirkinu? Og eiga skattgreiðendur hér á landin að bera kostnað af þessari kröfu? Og þá kemur að því sá völlur sem helst uppfyllir það að hægt sé að spila fótbolta á honum á upphituðu grasi og aðgreina hópa er Kópavogsvöllur. Hann er hins vegar ekki með nægilega sterk flóðljós fyrir sjónvarpsútsendingar. Sem aftur kemur að þeim punkti að það er verið að leggja til að spila fótboltaleik á Íslandi í DESEMBER. Klukkan átta um kvöldið. Ætli að það sé ráðlegt út frá heilsu leikmanna? Áhorfenda? Skynsamlegri nýtingu á fjármunum? Nei, það sem ræður för þarna eru sjónvarpsútsendingar. Það eru örugglega einhver góð rök fyrir þessum tímasetningum, en ef að hin ósýnilega hönd markaðarins vill endilega spila fótbolta við heimskautsbaug, að vetri til, um nótt, þá mætti hún kannski leggja sinn skerf á borðið til að það geti orðið af því. Frekar en að krefjast þess að skattgreiðendur borgi brúsann. Því ekki má gleyma að allt þetta, allar þessar kröfur og öll þessi óbilgirni, eru mannanna verk. HM í Katar fór ekki fram um mitt sumar. Leikirnir voru brotnir upp með vatns-pásum. Af því að mótið fór fram í Katar. Við Persaflóann. Af því að þótt það hafi kostað óheyrilegar fjárhæðir að halda mótið þá lögðu menn það ekki á sig að færa landið til á jarðkringlunni. Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar