Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:01 Andri Fannar Baldursson. Vísir/Arnar Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar. Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira
Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Sjá meira