Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:01 Andri Fannar Baldursson. Vísir/Arnar Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar. Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira