Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:01 Andri Fannar Baldursson. Vísir/Arnar Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar. Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira