Eftir að starfsemi Nýjabíós lauk var húsinu breytt í íbúðarhúsnæði en umrædd íbúð var hluti af bíósal b.
Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að íbúðin skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, tvö svefnherbergi, og bjart alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Útgengt er úr stofu á skjólsælar suðursvalir.
Á gólfum neðri hæðar, stiga, palli og gluggakistum er marmari og íslenskt blágrýti.
Heimilið býr yfir miklum karakter þar sem litrík listaverk og vandað efnisval einkennir þessa skemmtilegu íbúð sem er staðsett í hjarta miðborgarinnar.



