Vilja halda áfram sameiningarviðræðum á Suðurnesjum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 10:34 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti í gær að vísa tillögu um að hefja formlegar viðræður við nágrannasveitarfélögin Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ um sameiningu, annaðhvort eða bæði, til síðari umræðu. Í bókun bæjarstjórnar er lögð áhersla á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ríkið um þau áherslumál sem verkefnahópurinn sammæltist um að gætu ráðið úrslitum um hvort af farsælli sameiningu sveitarfélaganna yrði. Niðurstaða verkefnahópsins var að forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna væri sú að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Þá taldi verkefnahópurinn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Sama tillaga samþykkt í Reykjanesbæ Í tilkynningu frá bænum um málið er bent á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt tillögu sama efnis á fundi sínum þann 3. september. Verkefnahópnum tók til starfa í febrúar á þessu ári og var ætlað að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt væri að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem myndi svo ljúka með íbúakosningu. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa.Vísir/Hjalti Hópurinn tók í vinnu sinni saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skoðaði hópurinn ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta. Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Í bókun bæjarstjórnar er lögð áhersla á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ríkið um þau áherslumál sem verkefnahópurinn sammæltist um að gætu ráðið úrslitum um hvort af farsælli sameiningu sveitarfélaganna yrði. Niðurstaða verkefnahópsins var að forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna væri sú að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Þá taldi verkefnahópurinn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Sama tillaga samþykkt í Reykjanesbæ Í tilkynningu frá bænum um málið er bent á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt tillögu sama efnis á fundi sínum þann 3. september. Verkefnahópnum tók til starfa í febrúar á þessu ári og var ætlað að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt væri að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem myndi svo ljúka með íbúakosningu. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa.Vísir/Hjalti Hópurinn tók í vinnu sinni saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skoðaði hópurinn ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta.
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07