Vilja halda áfram sameiningarviðræðum á Suðurnesjum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 10:34 Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Vísir/Einar Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti í gær að vísa tillögu um að hefja formlegar viðræður við nágrannasveitarfélögin Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ um sameiningu, annaðhvort eða bæði, til síðari umræðu. Í bókun bæjarstjórnar er lögð áhersla á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ríkið um þau áherslumál sem verkefnahópurinn sammæltist um að gætu ráðið úrslitum um hvort af farsælli sameiningu sveitarfélaganna yrði. Niðurstaða verkefnahópsins var að forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna væri sú að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Þá taldi verkefnahópurinn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Sama tillaga samþykkt í Reykjanesbæ Í tilkynningu frá bænum um málið er bent á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt tillögu sama efnis á fundi sínum þann 3. september. Verkefnahópnum tók til starfa í febrúar á þessu ári og var ætlað að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt væri að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem myndi svo ljúka með íbúakosningu. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa.Vísir/Hjalti Hópurinn tók í vinnu sinni saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skoðaði hópurinn ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta. Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Í bókun bæjarstjórnar er lögð áhersla á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu í viðræðum við ríkið um þau áherslumál sem verkefnahópurinn sammæltist um að gætu ráðið úrslitum um hvort af farsælli sameiningu sveitarfélaganna yrði. Niðurstaða verkefnahópsins var að forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna væri sú að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Þá taldi verkefnahópurinn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Sama tillaga samþykkt í Reykjanesbæ Í tilkynningu frá bænum um málið er bent á að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafi samþykkt tillögu sama efnis á fundi sínum þann 3. september. Verkefnahópnum tók til starfa í febrúar á þessu ári og var ætlað að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt væri að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna sem myndi svo ljúka með íbúakosningu. Á Suðurnesjum eru fjögur sveitarfélög með átta þéttbýliskjarna. Fjölmennast er Reykjanesbær með 23 þúsund íbúa en hin eru umtalsvert fámennari. Frá fimmtán hundruð íbúum og upp í fjögur þúsund íbúa.Vísir/Hjalti Hópurinn tók í vinnu sinni saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skoðaði hópurinn ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta.
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23. september 2023 21:07