Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 14:13 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups fagnar nýrri vefsíðu. Skjáskot/BJARNI Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira