Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 15:46 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni á Wembley í júní, í 1-0 sigrinum gegn Englandi í vináttulandsleik. Getty/Bradley Collyer Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson. Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang. Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Hákon er meiddur og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Ljóst er að hann verður frá keppni næstu mánuðina en franskir fjölmiðlar segja að Hákon hafi brotið bein í fæti. Tveimur dögum eftir að Hákon meiddist, eða á föstudaginn í síðustu viku, kynnti Lille til leiks hinn 31 árs gamla Gomes. Hann var síðast á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en var samningslaus og því gat Lille fengið hann þó að félagsskiptaglugginn hefði lokast. Andre Gomes lék áður með Everton og var þar meðal annars liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.Getty/Dave Howarth Gomes þekkir vel til hjá Lille eftir að hafa verið þar að láni tímabili 2022-23 og Létang segir það ekki þannig að meiðsli Hákonar hafi ráðið því að samið væri við leikmanninn, sem á að baki 29 A-landsleiki fyrir Portúgal. „Ég las eitthvað um að við hefðum gert þennan samning á síðustu stundu. Það var alls ekki þannig. Eins og André sagði sjálfur þá vorum við reglulega í sambandi við hann. Við höfðum rætt við hann en tímasetningin var ekki rétt þá,“ sagði Létang. „Við hefðum getað náð í hann burtséð frá meiðslum Hákonar. Það er ekki eins og að við höfum bara drifið í þessu sí svona, á 48 tímum. Við vorum í sambandi og viljinn var mikill. Hákon verður frá keppni í tvo til þrjá mánuði, það er enn óljóst. En André er ekki eins leikmaður og Hákon. Þessi tvö dæmi eru ekki nátengd,“ sagði Létang.
Franski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira