Svindlið verður að útvarpsleikriti með Sölva Tryggva Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 20:02 Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á morgun og hefur aldrei verið betri. Vísir Tvíhöfði snýr aftur í útvarpið á X-977 á morgun. Jón Gnarr segir þá Sigurjón Kjartansson aldrei hafa verið spenntari fyrir því að snúa aftur til leiks en í bígerð er meðal annars útvarpsleikrit með Sölva Tryggvasyni sem byggt er á Facebook auglýsingu óprúttinna svikahrappa. „Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“ X977 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira
„Við erum báðir með fráhvarfseinkenni yfir því að hafa ekki verið saman í útvarpi svona lengi,“ segir Jón Gnarr í samtali við Vísi. Vart þarf að kynna Tvíhöfða sem um árabil hefur verið einn vinsælasti skemmtiþáttur þjóðarinnar og er nú í hlaðvarpsformi á veitum Tal þar sem nálgast má áskriftarþætti, sem og í útvarpi í beinni útsendingu á X-977 á föstudögum í hverri viku frá 14:00 til 16:00. Líkt og alþjóð veit var Jón í forsetaframboði í sumar og á sama tíma að leika í sjónvarpsþáttum. Jón segist hafa tekið sér gott sumarfrí, náð að hlaða batteríin þar sem hann hafi gert fátt annað en að fara út að labba með hundinn sinn í „alvöru“ íslenskri sumarblíðu. Jón segir að þrátt fyrir að þeir félagar hafi verið saman í útvarpi í þó nokkur ár séu þeir alls ekki uppiskroppa með umræðuefni. Skiptast í tvær fylkingar fyrir kosningar „Við getum bara talað um hvað sem er! Tengslin á milli heimilislækna og heimilisbrauðs til dæmis. Af hverju er til heimilislæknir og líka heimilisbrauð?“ spyr Jón og skellir upp á sinn landsþekkta hátt. Hann bætir því við að síðan séu bandarískar forsetakosningar á næsta leyti. „Þar erum við svolítið að skiptast í tvær fylkingar. Sigurjón er svona Kamala maður en ég er meiri Trump maður! Við skulum ekki afskrifa Donald Trump bara þó hann sé gamall. Sigurjón er duglegur við að rífa hann niður og ég reyni að bera í bætifláka fyrir hann,“ segir Jón enn hlæjandi. „Vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum“ Hann bætir því við að í bígerð fyrir seríu haustsins sé jafnframt útvarpsleikrit. Það byggi á Facebook auglýsingu á lélegri íslensku sem búin var til af óprúttnum aðilum þar sem látið var líta út fyrir að Jón hefði hlaupið á sig í einhverskonar viðtali við Sölva Tryggvason. Jón Gnarr var ekki sá eini sem lenti í þessu en fjöldi íslenskra fyrirmenna líkt og Ari Eldjárn, Bjarni Ben og Þóra Arnórsdóttir lentu í hinu sama. „Hann vissi ekki að það væri kveikt á míkrafóninum!“ stóð þarna stórum stöfum. Þetta gerðist auðvitað aldrei og ég fékk fjölda fyrirspurna frá fólki, hvort þetta væri plat eða í alvörunni? Og hvort ég vissi að það væri verið að svíkja fólk í mínu nafni!?“ Þeir félagar hafa meira að segja fengið Sölva Tryggvason með sér í lið í leikritið. „Þar sem ég var í viðtali hjá Sölva og hafði grætt rosa mikinn pening en mátti það ekki og Seðlabanki Íslands hringdi í útsendinguna! Gervigreindin er öflug þarna og býr þetta til.“ Þá segir Jón að fastir liðir verði á sínum stað sem aðdáendur þáttanna þekkja og nefnir Smásálina sem dæmi. Auk þess verði fullt af nýjum liðum. „Það mun hringja í okkur maður sem var svo virkur hér áður fyrr í Satanisma sem hefur miklar áhyggjur af því að það sé eins og enginn sé að tala um Satan lengur?! Það eru engar Satanískar messur í boði og bara allt búið. Er fólk bara búið að missa trú á Satan?“
X977 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Sjá meira