Neyð og mjúkur sandur Viðar Hreinsson skrifar 13. september 2024 14:31 Prentútgáfa Heimildarinnar í dag er helguð loftslagsvánni sem flestir virðast reyna að gleyma hér á landi. Því er þessi umfjöllun orð í tíma töluð, blaðið færir okkur mikið og fróðlegt efni og ég vona að vefaðgangur að því verði opinn. En þetta er ekki öll sagan. Loftslagsváin er stærsta ógnin en þó bara hluti af þeirri vistkreppu sem við blasir. Við má bæta margvíslegri annarri mengun en af völdum kolefnis (plastmengun og fjölmargt fleira), súrnun sjávar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, hruni vistkerfa, aldauða tegunda, skaðsemi ágengra og framandi tegunda fyrir vistkerfi en kannski er blinda hugarfarsins verst. Samhengið er vítt og flókið og yfirleitt forðast fólk að horfast í augu við það. En vistkreppan eins og hún leggur sig er skilgetin afurð Vesturlanda og þeirra lífshátta sem þar hafa þróast undanfarnar aldir og hafa löngum verið kallaðir framfarir en byggjast á því að mannskepnan hefur sett sjálfa sig ofar náttúrunni. Kapítalismi, skilyrðislaus hagnaðarkrafa og hagvöxtur eru ríkjandi boðorð, algild í framkvæmd þótt stundum sé annað haft á orði. Ásókn vestrænna ríkja og stórfyrirtækja í náttúruauðlindir um víða veröld hafa raskað samfélögum og vistkerfum, fóstrað ofbeldi og stríð hvar sem litið er, grátlegast á Gaza um þessar mundir, og pískað upp gegndarlausa ofneyslu með tilheyrandi sóun auðlinda. Það er engin leið til baka, enginn bakkgír á framvindu sögunnar. Lausnirnar eru út af fyrir sig augljósar, en þær ógna hagnaðarsókn stórfyrirtækja og pólitísku valdi. Þær felast í því að hafna hagvaxtarlögmálinu, draga stórlega úr orkunotkun en ekki bara orkuskiptum, í markvissri efnahagslegri hjöðnun, hringrásarhugsun, endurnýtingu og endurvinnslu og ekki síst samfélagslegum jöfnuði og réttlæti. Tæknilausnir gera gagn en hrökkva skammt og ýmsar leiðir til kolefnisjöfnunar minna meira á gróðabrall en varanlegar lausnir. Um allan heim vinna fræðimenn og aðgerðasinnar að víðtækari markmiðum en þess verður lítt vart hér á landi. Og vel að merkja, hjöðnun með auknum jöfnuði dregur úr eða kemur í veg fyrir ofneyslu og þar með auðlindasóun og meðfylgjandi eyðingu vistkerfa, en þarf ekki að draga úr almennum lífsgæðum fólks. Hjöðnun, aukinn jöfnuður og samhjálp geta haft holl áhrif á sambúð okkar og samskipti, hægt ferðina, dregið úr þeirri innri spennu og ofbeldishneigð samfélagsins sem allir sjá en eru ráðþrota yfir. Og jafnvel stuðlað að virkara lýðræði. Nú eru komin rúm sjö ár af valdatíð ríkisstjórnar þar sem svokallaður vinstri grænn flokkur sneri að mestu baki við þessum úrlausnarefnum en leiddi þess í stað íhaldið til valda, fulltrúa mesta eyðingaraflsins, og hélt því þar, og um síðir reyndi formaðurinn að fá landsmenn til að verðlauna sig með forsetaembætti. Í stað þess að endurnýja hugmyndagrunninn með því að fylgjast með framsækinni umræðu víða um heim fór öll orka flokksins í að réttlæta eigin stjórnarsetu með einhvers konar skaðaminnkunarhjali og trú á pólitískan stöðugleika, hvað sem það nú er. En nú virðist þessi flokkur vera að hverfa af sviðinu, fáum harmdauði. Hlýr og mjúkur sandurinn sem langflestir stjórnmálamenn landsins geyma höfuð sín er ekki lífvænlegur til lengdar því neyðin er augljós. Vonarstjarna vinstrisins, formaður Samfylkingarinnar, virðist ekkert hafa frétt af vistkreppunni en hangir altént á jafnaðarhugmyndum sem þó eru fastar í efnahagshugsun hagvaxtarins. Píratar sýna einhvern lit hér og þar en annars er pólitíska útlitið sótsvart og hreyfing þar sem saman fara virkara lýðræði og réttlæti, jöfnuður og marktæk umhverfishugsun í víðara samhengi er því miður ekki í augsýn. Ég vona þó að sérstaklega ungt fólk taki höndum saman, þeirra er framtíðin. Fyrir tæpu ári birti ég grein í hausthefti tímaritsins Skírnis, „Hvað er/var/verður [N]áttúra(n)“ um afstöðu fólks til náttúrunnar í gegnum söguna. Í kjölfarið birti ég hér á visir.is fimm greina flokk, skrifaðan í stopulum frístundum, um banvæna hagvaxtarhyggju og vistkreppuna í víðara samhengi. Ég er nú að umskrifa það efni og meira til í bókarkver sem ég vonast til að komi út um mitt næsta ár, í veikri von um að eitthvað lifni yfir umræðunni. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Tengdar fréttir Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 6. desember 2023 11:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 4 Gagnrýni Jons D. Ericksons og Michaels Sandels sem fjallað er um í fyrri greinum er um margt af svipuðum toga. Sökudólgurinn er frjálshyggja og takmarkalaus smættun í hagstærðir sem er nánast sjálfvirk hugsun þeirrar vélhyggju sem fyrr er lýst. Rætur smættunar ná til 17. aldar þegar fór að bera á þeirri hugsun að heimurinn virkaði eins og vél sem öðlast mætti fullkominn skilning á til hagnýtingar í þágu manna. 9. desember 2023 08:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 5 Í fyrri greinum fjalla ég um þrjú nýleg rit um samfélagsmál: gagnrýni Jon D. Erickson á hagfræði frjálshyggjunnar, hugmyndir Michael Sandel um verðleikahyggju og bók Jason Hickel um hjöðnun. Þessar bækur eiga það sameiginlegt að gagnrýna harðlega það drottnunarvald hagvaxtarhyggju sem enn er við lýði í vestrænum samfélögum. 16. desember 2023 08:00 Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Prentútgáfa Heimildarinnar í dag er helguð loftslagsvánni sem flestir virðast reyna að gleyma hér á landi. Því er þessi umfjöllun orð í tíma töluð, blaðið færir okkur mikið og fróðlegt efni og ég vona að vefaðgangur að því verði opinn. En þetta er ekki öll sagan. Loftslagsváin er stærsta ógnin en þó bara hluti af þeirri vistkreppu sem við blasir. Við má bæta margvíslegri annarri mengun en af völdum kolefnis (plastmengun og fjölmargt fleira), súrnun sjávar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, hruni vistkerfa, aldauða tegunda, skaðsemi ágengra og framandi tegunda fyrir vistkerfi en kannski er blinda hugarfarsins verst. Samhengið er vítt og flókið og yfirleitt forðast fólk að horfast í augu við það. En vistkreppan eins og hún leggur sig er skilgetin afurð Vesturlanda og þeirra lífshátta sem þar hafa þróast undanfarnar aldir og hafa löngum verið kallaðir framfarir en byggjast á því að mannskepnan hefur sett sjálfa sig ofar náttúrunni. Kapítalismi, skilyrðislaus hagnaðarkrafa og hagvöxtur eru ríkjandi boðorð, algild í framkvæmd þótt stundum sé annað haft á orði. Ásókn vestrænna ríkja og stórfyrirtækja í náttúruauðlindir um víða veröld hafa raskað samfélögum og vistkerfum, fóstrað ofbeldi og stríð hvar sem litið er, grátlegast á Gaza um þessar mundir, og pískað upp gegndarlausa ofneyslu með tilheyrandi sóun auðlinda. Það er engin leið til baka, enginn bakkgír á framvindu sögunnar. Lausnirnar eru út af fyrir sig augljósar, en þær ógna hagnaðarsókn stórfyrirtækja og pólitísku valdi. Þær felast í því að hafna hagvaxtarlögmálinu, draga stórlega úr orkunotkun en ekki bara orkuskiptum, í markvissri efnahagslegri hjöðnun, hringrásarhugsun, endurnýtingu og endurvinnslu og ekki síst samfélagslegum jöfnuði og réttlæti. Tæknilausnir gera gagn en hrökkva skammt og ýmsar leiðir til kolefnisjöfnunar minna meira á gróðabrall en varanlegar lausnir. Um allan heim vinna fræðimenn og aðgerðasinnar að víðtækari markmiðum en þess verður lítt vart hér á landi. Og vel að merkja, hjöðnun með auknum jöfnuði dregur úr eða kemur í veg fyrir ofneyslu og þar með auðlindasóun og meðfylgjandi eyðingu vistkerfa, en þarf ekki að draga úr almennum lífsgæðum fólks. Hjöðnun, aukinn jöfnuður og samhjálp geta haft holl áhrif á sambúð okkar og samskipti, hægt ferðina, dregið úr þeirri innri spennu og ofbeldishneigð samfélagsins sem allir sjá en eru ráðþrota yfir. Og jafnvel stuðlað að virkara lýðræði. Nú eru komin rúm sjö ár af valdatíð ríkisstjórnar þar sem svokallaður vinstri grænn flokkur sneri að mestu baki við þessum úrlausnarefnum en leiddi þess í stað íhaldið til valda, fulltrúa mesta eyðingaraflsins, og hélt því þar, og um síðir reyndi formaðurinn að fá landsmenn til að verðlauna sig með forsetaembætti. Í stað þess að endurnýja hugmyndagrunninn með því að fylgjast með framsækinni umræðu víða um heim fór öll orka flokksins í að réttlæta eigin stjórnarsetu með einhvers konar skaðaminnkunarhjali og trú á pólitískan stöðugleika, hvað sem það nú er. En nú virðist þessi flokkur vera að hverfa af sviðinu, fáum harmdauði. Hlýr og mjúkur sandurinn sem langflestir stjórnmálamenn landsins geyma höfuð sín er ekki lífvænlegur til lengdar því neyðin er augljós. Vonarstjarna vinstrisins, formaður Samfylkingarinnar, virðist ekkert hafa frétt af vistkreppunni en hangir altént á jafnaðarhugmyndum sem þó eru fastar í efnahagshugsun hagvaxtarins. Píratar sýna einhvern lit hér og þar en annars er pólitíska útlitið sótsvart og hreyfing þar sem saman fara virkara lýðræði og réttlæti, jöfnuður og marktæk umhverfishugsun í víðara samhengi er því miður ekki í augsýn. Ég vona þó að sérstaklega ungt fólk taki höndum saman, þeirra er framtíðin. Fyrir tæpu ári birti ég grein í hausthefti tímaritsins Skírnis, „Hvað er/var/verður [N]áttúra(n)“ um afstöðu fólks til náttúrunnar í gegnum söguna. Í kjölfarið birti ég hér á visir.is fimm greina flokk, skrifaðan í stopulum frístundum, um banvæna hagvaxtarhyggju og vistkreppuna í víðara samhengi. Ég er nú að umskrifa það efni og meira til í bókarkver sem ég vonast til að komi út um mitt næsta ár, í veikri von um að eitthvað lifni yfir umræðunni. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 6. desember 2023 11:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 4 Gagnrýni Jons D. Ericksons og Michaels Sandels sem fjallað er um í fyrri greinum er um margt af svipuðum toga. Sökudólgurinn er frjálshyggja og takmarkalaus smættun í hagstærðir sem er nánast sjálfvirk hugsun þeirrar vélhyggju sem fyrr er lýst. Rætur smættunar ná til 17. aldar þegar fór að bera á þeirri hugsun að heimurinn virkaði eins og vél sem öðlast mætti fullkominn skilning á til hagnýtingar í þágu manna. 9. desember 2023 08:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 5 Í fyrri greinum fjalla ég um þrjú nýleg rit um samfélagsmál: gagnrýni Jon D. Erickson á hagfræði frjálshyggjunnar, hugmyndir Michael Sandel um verðleikahyggju og bók Jason Hickel um hjöðnun. Þessar bækur eiga það sameiginlegt að gagnrýna harðlega það drottnunarvald hagvaxtarhyggju sem enn er við lýði í vestrænum samfélögum. 16. desember 2023 08:00
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun