Trúverðugleiki til sölu! Jakob Frímann Magnússon skrifar 14. september 2024 13:01 Niðurstaða hagfræðinga: Veiðigjald veikir sjávarútveg!! Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Nú hafa kjör og afkoma heillar þjóðar verið í höndum hagfræðinga um langt árabil. Tæpast hefur traust á hagfræðingum beinlínis vaxið samhliða þeim háu vöxtum sem hér hafa verið lagðir á landsmenn undir því yfirskini að slík spennitreyja sé hagkerfinu og okkur öllum fyrir bestu. „Þetta er eina meðalið gegn verðbólgunni“ segja þeir ítrekað. En meðalið virðist bara ekki virka. Þegar fyrirsögn á borð við þá hér að ofan er slengt framan í þjóðina í eina eftirlifandi dagblaði landsmanna er trúverðugleika hagfræðinga enn á ný verulega ógnað og ekki víst að þar sé miku á bætandi. Nú vitum við öll að fólkið sem fær að moka aflanum úr auðlindinni okkar sameiginlegu allra berst með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarna rentu af auðlindinni. Fólkið sem hefur auðgast stórum á sameiginlegri eign allra telur sig hafið yfir samfélagslegt réttlæti. Útgerðarfólk gerir m.a. út Morgunblaðið sem lykilmálsvara sinn, sóma, sverð og skjöld. En að etja virðulegum hagfræðingum á foraðið við að setja frá sér þvælu af þessum toga er beinlínis skaðlegt, ekki bara orðspori og virðingu umræddra hagfræðinga, heldur almennri tiltrú samfélagsins á stétt hagfræðinga. „Eru þetta bullfræði“ tekur venjulegt fólk að hugsa, sem fyrir löngu hefur fengið meira en nóg. Mörgum er minnistæð stórgóð sannsöguleg kvikmynd, THE BIG SHORT, sem lýsir tilurð alþjóðlega bankahrunsins 2008. Á fundi áreiðanleikavottunarfyrirtækisins Moody´s sem selur þjóðum og stórfyrirtækjum einkunnir í bókstöfum ( A AA AAA o.s.frv. ) er krefjandi spurningum Wall Street - bankamanns (túlkuðum af Steve Carrell) svarað snúðugt af forstjóra Moody´s: „ Hví skyldum við ekki gefa þessari fjármálastofnun (Barings) ágætiseinkunnina AAA? Ef við gerðum það ekki myndu þeir bara fara yfir götuna og kaupa sér sömu vottun hjá vottunarfyrirtækjunum FITCH eða REUTERS og við yrðum þá af öllum stórviðskiptunum við þá!“ Þetta sannsögulega atriði opnaði sannarlega augu margra, enn og aftur, fyrir því að í henni Ameríku er jú allt til sölu – m.a.s. fölsuð áreiðanleikavottorð. Skyldu fleiri en sá sem þetta ritar hafa hugsað með sér eftir lestur umræddrar fyrirsagnar: Er bara ekki allt til sölu á Íslandi líka? Og hver skyldi nú hafa keypt sér hið óvænta og stórundarlega hagfræðiálit sem hér um ræðir? Varla þó Samtök fyirtækja í sjávarútvegi? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Niðurstaða hagfræðinga: Veiðigjald veikir sjávarútveg!! Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Nú hafa kjör og afkoma heillar þjóðar verið í höndum hagfræðinga um langt árabil. Tæpast hefur traust á hagfræðingum beinlínis vaxið samhliða þeim háu vöxtum sem hér hafa verið lagðir á landsmenn undir því yfirskini að slík spennitreyja sé hagkerfinu og okkur öllum fyrir bestu. „Þetta er eina meðalið gegn verðbólgunni“ segja þeir ítrekað. En meðalið virðist bara ekki virka. Þegar fyrirsögn á borð við þá hér að ofan er slengt framan í þjóðina í eina eftirlifandi dagblaði landsmanna er trúverðugleika hagfræðinga enn á ný verulega ógnað og ekki víst að þar sé miku á bætandi. Nú vitum við öll að fólkið sem fær að moka aflanum úr auðlindinni okkar sameiginlegu allra berst með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarna rentu af auðlindinni. Fólkið sem hefur auðgast stórum á sameiginlegri eign allra telur sig hafið yfir samfélagslegt réttlæti. Útgerðarfólk gerir m.a. út Morgunblaðið sem lykilmálsvara sinn, sóma, sverð og skjöld. En að etja virðulegum hagfræðingum á foraðið við að setja frá sér þvælu af þessum toga er beinlínis skaðlegt, ekki bara orðspori og virðingu umræddra hagfræðinga, heldur almennri tiltrú samfélagsins á stétt hagfræðinga. „Eru þetta bullfræði“ tekur venjulegt fólk að hugsa, sem fyrir löngu hefur fengið meira en nóg. Mörgum er minnistæð stórgóð sannsöguleg kvikmynd, THE BIG SHORT, sem lýsir tilurð alþjóðlega bankahrunsins 2008. Á fundi áreiðanleikavottunarfyrirtækisins Moody´s sem selur þjóðum og stórfyrirtækjum einkunnir í bókstöfum ( A AA AAA o.s.frv. ) er krefjandi spurningum Wall Street - bankamanns (túlkuðum af Steve Carrell) svarað snúðugt af forstjóra Moody´s: „ Hví skyldum við ekki gefa þessari fjármálastofnun (Barings) ágætiseinkunnina AAA? Ef við gerðum það ekki myndu þeir bara fara yfir götuna og kaupa sér sömu vottun hjá vottunarfyrirtækjunum FITCH eða REUTERS og við yrðum þá af öllum stórviðskiptunum við þá!“ Þetta sannsögulega atriði opnaði sannarlega augu margra, enn og aftur, fyrir því að í henni Ameríku er jú allt til sölu – m.a.s. fölsuð áreiðanleikavottorð. Skyldu fleiri en sá sem þetta ritar hafa hugsað með sér eftir lestur umræddrar fyrirsagnar: Er bara ekki allt til sölu á Íslandi líka? Og hver skyldi nú hafa keypt sér hið óvænta og stórundarlega hagfræðiálit sem hér um ræðir? Varla þó Samtök fyirtækja í sjávarútvegi? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun