Forseti Íslands leggur áherslu á friðsæl samfélög á Norðurlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 15:06 Ráðstefnan tókst einstaklega vel enda mikil ánægja með hana hjá þátttakendum og skipuleggjendum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands leggur áherslu á að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu því stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka þegar friður er annars vegar. Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira