Þannig skráði Shogun sig á spjöld sögunnar sem fyrsta serían til að vinna í flokki bestu dramaseríunnar þar sem ekki er töluð enska. Þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu frá árinu 1975 og gerast í Japan. Aðalleikarar seríunnar þau Hiroyuki Sanada og Anna Sawai hlutu einnig verðlaun fyrir leik sinn og eru fyrstu japönsku leikararnir til að vinna verðlaun í þeim flokki.
Breska blaðið Guardian tók saman klippu af verðlaunahátíð gærkvöldsins.
Þá var sjónvarpsþáttaserían Hacks valin besta grínserían öllum að óvörum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian og skákaði þar sjónvarpsþáttaröðum á borð við The Bear og Abbott Elementary. Þá hlaut sú sería einnig verðlaun fyrir besta handritið og Jean Smart verðlaun fyrir besta leik.
The Bear vann til flestra verðlauna í flokki kómedía. Leikararnir Jeremy Allen White, Ebon-Moss-Bachrach og Liza Colón-Zayas hlutu öll verðlaun fyrir leik sinn í seríunni. Á meðan vann Jodie Foster til verðlauna fyrir leik sinn í True Detective: Night Country sem tekin var upp á Dalvík.
Þá hlaut Baby Reindeer sería Netflix einnig fjögur verðlaun, meðal annars í flokki þátta með afmarkaða sögu. Höfundur þáttanna Richard Gadd hlaut verðlaun fyrir besta leik auk meðleikkonu hans Jessicu Gunning. Þættirnir eru byggðir á ævi Gadd þegar eltihrellir hóf að gera honum lífið leitt á hans yngri árum. Gadd hvatti sjónvarspsþáttaframleiðendur til þess að taka áhættur í ræðu sinni.
Lista yfir verðlaunahafa má sjá hér.